Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 147
SKÝKSLUR STARFSMANNA
141
3.210 F. E./lia að meðaltali fyrir það sem ræktað er.
Fóðurframleiðslan er því um 46.860 F. E., sumarbeit
meðtalin.
Meðalfjöldi kúa var 8,3 kýr, 9,7 aðrir nautgripir, 5,9
fullorðin svín, 5,9 kindur, 1,1 geit og 47,2 liænur. Meðal-
nyt eftir árskú var 4.917 kg, en 5.036 kg samkvæmt
kúaskýrslum (kýr vegur um 500—550 kg).
Bændur færa ekki vinnuskýrslu, en áætlað er, að f jöl-
skyldan skili 1,3 ársverkum að meðaltali, vinna við
skógrækt er ekki meðtalin, en aðkeypt vinna er áætluð
0,3 ársverk.
Samkvæmt norsku Handbókinni eru gefnar upp 173
klst. á kú á búum með 7—12 kýr, en 152 klst. með 12—
20 kýr og 138 klst. með 20—35 kýr. Vinna á kind er
áætluð 6,3—8,7 klst., ef fjárfjöldinn er yfir 100.
Framleiðslukostnaður er að meðaltali (Nkr. 67.262)
kr. ísl. 895.930 án vaxtakostnaðar. Kjarnfóður er stærsti
kostnaðarliður, kr. 302.990, en áburður aðeins kr. 57.063.
Þegar vextir eru reiknaðir 5% kr. 88.058, er framleiðslu-
kostnaður kr. 983.988, en framleiðslutekjur kr. 1.312.566.
Fjölskyldulaun eru þá að meðaltali kr. 328.578, en launa-
greiðslugeta kr. 440.919. Tekjur af skógrækt og öðru eru
ekki meðtaldar í þessum tölum. Meðalgengi norsku
krónunnar var árið 1972 1 kr. norsk = 13,32 ísl kr., og
er það gengi notað bér. Núverandi gengi er liins vegar
kr. 14,80, en var kr. 12,49 árið 1971.
Verð á afurðum og nokkrum rekstrarvörum til bænda
V;>r eftirfarandi, lauslega reiknað; Kalksaltpétur 15,5%
= 2.596 kr./tonn, blandaður áburður 14—13'—16, =
5-730 kr./tonn (en fobverð 6.393). Dieseldráttarvél 45—
50 liestöfl kr. 300.000—360.000. Kjamfóður, kiiablanda
A 158 gr protein/F. E. kr. 12,60 kg, kúablanda C
326 gr protein/F. E. kr. 17,62 kg. Verð á mjólk til
Wnda var 13,00—15,80 kr./kg, kýrkjöt 114 kr./kg, og
holdanautakjöt 167 kr./kg. Egg 100—115 kr./kg og lamba-
^jöt 138 kr./kg (slátur og gæra innifalin).