Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 154
148
BÚNAÐARRIT
Skagafjörð, Eyjafjarðarsýslu og Suður-Þingeyjarsýslu.
Júní: Ferð um uppsveitir Rangárvallasýslu, í Selvog og
Grímsnes, á Reykjanesskaga og í Borgarfjarðarliérað.
Júlí: Ferð í Vestur-Skaftafellssýslu, á afrétt Síðumanna
að Lakagígum. Ferð um Húnavatnssýslur, Skagafjörð,
Fljót, Ólafsfjörð, Dalvík, Grindavík, Húsavík, Isafjarðar-
djúp og Barðastrandarsýslu. Agúst: Ferð um Auðkúlu-
lieiði, Austur-Húnavatnssýslu. Ferð um Árnessýslu. Ferð
í Kjós að Botnsá og komið á minkabúin. Scptember: Ferð
í Mýrdal. Ferð í Öræfi um Austfirði til Norðfjarðar,
Hérað, Borgarfjörð, Langanes og Þistilfjörð, Raufarhöfn,
Sléttu og Kelduhverfi o. s. frv. Ferð á Kjalarnes og í
Árnessýslu. Október: Ferð um Borgarfjarðardali og að
Hlíðarvatni og á öll minkabúin sunnanlands. Ferð í Ár-
nessýslu. Nóvember: Ferð í Krísuvík, Þingvöll, til Fjarð-
arminks, Hafnarfirði og í fóðurstöð. Ferð í Húnavatns-
sýslur, Skagafjörð og Eyjafjörð til Grindavíkur. Desem-
ber: Ferð um Borgarf jarðarhérað og á minkabúin á Suð-
urlandi.
Helztu verkefni mín á jiessum ferðalögum voru að
liafa samband við sem flesta menn, er hafa á hendi fram-
kvæmdir á dýraeyðingunni, þ. e. oddvita og veiðimenn.
Ég fór marga veiðileiðangra á þessum ferðum, bæði
í byggð og óbyggð, og þá oftast með fleiri veiðibunda
meðferðis ásamt öðrum útbúnaði, sem tilheyrir í slíkum
ferðum.
Mörgum byrjendum við refa- og minkaveiðar veitti
ég tilsögn í meðferð skotvopna og annarra veiðitækja,
og öðru, sem máli skiptir við þær aðgerðir. Þá kom ég
marg sinnis á öll minkabúin í þessum sömu ferðum.
I þeim dýraleitum, sem ég tók þátt í, voru alls unnir
um 70 minkar, en aðeins 9 refir, enda gætir nú refa
víðast bvar mun minna en fyrir nokkrum árum. Eitt
refagreni fannst með aðstoð veiðihundanna, sem grenja-
leitarmenn böfðu mikið leitað að fyrr um vorið, en ekki
fundið. Þetta greni vannst svo að fuRu.