Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 156
150
BUNAÐARRIT
og afskurði frá kjötvinnslustöðvum, sem þeir þrífast mjög
vel af, eru lieilsuhraustir og fallegir.
Eyðing svartbaks
Svartbakseyðing hefur ekki farið fram í samráði við
starfsemi mína utan þess, sem unnið var með skotvopn-
um, en undanfarin ár liafa einstöku bæjar- og sveitar-
félög greitt kr. 20.00 á hvern skotinn fugl — hægra væng
framvísað til sönnunar.
Nú liefur nefnd sú, sem starfar að undirbúningi að
tillögum um eyðingu svarlbaks úr varplöndum, lagt til,
að því fjármagni, sem veitt hefur verið úr ríkissjóði í
þessu skyni, verði varið til rannsókna á því tjóni, er
svartbakur veldur í varplöndiun og veiðiám og hvernig
bezt muni verða staðið að fækkun lians. Alls bárust mér
tölur um 3822 svartbaka, sem unnir voru með skot-
vopnum á árinu 1971.
Loðdýraræktin
Eitt nýtt minkabú hóf starfsemi sína á árinu, það er
minkabú Þorsteins Aðalsteinssonar, sem reist var í landi
Böggvisstaða við Dalvík, og er það 8. minkabúið, sem
nú er starfrækt í landinu.
Byggingar Dalvíkurbúsins eru vandaðar og traustar.
Tveir stórir stálgrindarskálar, bjartir og rúmgóðir, liafa
verið reistir. öll dýrabúr eru úr plastliúðuðum vír með
sjálfbrynningu.
1 janúarmánuði voru keyptir nokkuð á þrettánda
hundrað minkar í bú þetta af innlendum stofni. Dýrin
voru flutt á bílum frá tveim minnkabúum, Loðfeldi lif.,
Sauðárkróki og Arktikmink hf., Akranesi. Gengu flutn-
ingamir í alla staði vel og án þess að dýmnum yrði
meint af.
1 ársbyrjun munu eldisdýr á öllum minnkabúunum
hafa verið um 10 þúsund læður og liögnar. Tala hvolpa,
sem upp komust á árinu, var milli 19 og 20 þúsund dýr.