Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 169
BÚNAÐARÞING
163
var um skeið stærsta sauðfjárbú landsins, og þar er nú
stærsta bú landsins af Galloway lioldanautablendingum.
Þar eru líka allmörg hross og sú mesta samfellda ræktun,
sem til er á landi hér. Allt minnir þetta á, að í Gunnars-
liolti hafa ráðið stórhuga, tæknimenntaðir búmenn, sem
bafa bæði sýnt og sannað, að sandflákarnir geta, ef rétt er
á lialdið, orðið góð undirstaða búskapar í stórmn stíl. Páll
vann fósturjörðinni allt. Landgræðslan ber þess gleggst
vitni.
Hann lézt 14. júlí sl.
SigurSui• Jónsson, Stafafelli, fæddist 22. marz 1885 í
Bjarnanesi í Hornafirði. Foreldrar hans voru Margrét
Sigurðardóttir, prests á Hallormsstað, Guttormssonar og
Jón Jónsson frá Melum, prófastur í Bjarnanesi. Sr. Jón
fékk Stafafell 1891. Fluttist Sigurður þangað með foreldr-
um sínum það vor og átti þar heimili æ síðan. Hann varð
gagnfræðingur frá Flensborg 1903. Stundaði það vor garð-
yrkju og skógrækt bjá Einari Helgasyni í Gróðrarstöðinni
í Reykjavík. Gerðist bústjóri hjá föður sínum 1905—’17.
Þá tók liann við búsforráðum að fullu og rak þar um-
svifamikið bii til 1954. Dvaldi þó á Stafafelli til lokadæg-
urs.
Sigurður valdist snemma til forystu í félagsmálum
sveitar og béraðs. Hann var í hreppsnefnd 37 ár, formað-
ur skólanefndar 30 ár, formaður búnaðarfélags sveitar-
innar 30 ár, sá um bréfhirðingu 50 ár. Einn af stofnend-
um Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og sat í stjórn þess
um hálfrar aldar skeið, formaður stjórnar Menningar-
félags Austur-Skaftfellinga aldarfjórðung. Búnaðarþings-
fulltrúi í 16 ár og aðalflulningsmaður að tillögu um, að
Búnaðarfélag íslands kæmi „upp byggingu í Reykjavík
fyrir skrifstofur sínar, Búnaðarþing og aðra nauðsynlega
starfsemi“.
Með tillögu þessari, er var flutt árið 1941, voru lögð
frumdrög að byggingu Bændaliallarinnar.