Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 170
164
BÚNAÐARRIT
Sigurður lilaut ýmsar sæmdir fyrir félagsmálastörf sín.
Má þar nefna: sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar,
lilaut verðlaun úr sjóði Friðriks konungs VIII fyrir trjá-
rækt, heiðursfélagi Skaftfellingafélagsins í Reykjavík,
verðlaun frá Búnaðarfélagi Islands fyrir ræktunarstörf og
heiðursfélagi þess. Hann skrifaði allmargar blaðagreinar
og færði dagbók frá tvítugsaldri til leiðarloka.
Sigurður var kvæntur Ragnhildi Guðmundsdóttur,
bónda á Lundum í Stafholtstungum, Ölafssonar.
Iiann lézt 1. júní 1972.
Jón Sigur&sson, Reynisiaó, fæddist á Reynistað 13. marz
1888. Forehlrar hans voru Sigríður Jónsdóttir frá Djúpa-
dal í Skagafirði og Sigurður Jónsson frá Glaumbæ, bæði
skagfirzkra ætta. Jón var einkabarn foreldra sinna. Hann
ólst upp á Reynistað og átti þar heimili alla ævi. Hann
lauk námi við Gagnfræðaskólann á Akureyri 1904, frá
Hólaskóla 1905, stundaði nám í Askov 1906—’07 og
kynnti sér húskap í Danmörku og Noregi til ársloka 1907.
Hann var bústjóri á búi föður síns á árunum 1908—’19,
er faðir lians dó. Eftir það bjó Jón einn, unz Sigurður,
sonur lians, hóf búskap með honum árið 1947, og bjuggu
þeir félagsbúi.
Jón var um langt skeið kvaddur til starfa í sveitar- og
héraðsmálum í Skagafirði og var þar oft forgöngumaður.
Hann sat í sveitarstjórn 34 ár, hreppstjóri 26 ár, sýslu-
nefndarmaður 42 ár, í fasteignamatsnefnd 4 ár, í stjórn
Kaupfélags Skagfirðinga 10 ár, í stjórn Sláturfélags Skag-
firðinga 17 ár, í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga í
36 ár, í stjórn Sögufélags Skagfirðinga 24 ár, í útgáfunefnd
skagfirzkra fræða 34 ár, stjórnarformaður byggðasafns-
ins í Glaumhæ 22 ár. Hann sat í stjórn Stéttarsambands
bænda 17 byrjunarár þess, í Framleiðsluráði landbúnað-
arins 15 ár. Nýbýlastjóm 23 ár og um skeið í sauðfjár-
sjúkdómanefnd. Búnaðarþingsfulltrúi 32 ár og alþingis-
maður 34 ár. Hann átti sæti í milliþinganefndum beggja