Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 171
BÚNAÐARÞING 165
þinganna, er fjalla skyldu um landbúnað’arlöggjöf. Hann
var lieiðursfélagi Bvinaðarfélags tslands.
Jón var traustur fræðimaður í skagfirzkri sögu og ætt-
um, stálminnugur og vandvirkur. Liggja eftir hann gagn-
merkar ritsmíðar í þeim fræðum, prentaðar og óprent-
aðar.
Jón var kvæntur Sigrúnu Pálmadóttur, prests Þórodds-
sonar.
Jón lézt 5. ágúst sl.
Páll Pálsson, Þúfum, fæddist 10. september 1891 á Prest-
hakka í Hrútafirði. Foreldrar hans voru Arndís Péturs-
dóttir Eggerz og Páll Ólafsson, prófastur, síðar í Vatns-
firði. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1916. Réð
fyrir búi foreldra sinna um skeið, en hjó í Vatnsfirði 5 ár,
hóndi í Þúfum nær 40 ár, sýslunefndarmaður hálfa öld,
oddviti 46 ár, hreppstjóri 30 ár, trúnaðarmaður Búnaðar-
félags Islands 35 ár, formaður búnaðarfélags sveitarinnar
yfir 40 ár, í stjóm h. f. Djúpbáturinn 30 ár, í skólanefnd
Reykjanesskóla um langt skeið. I stjórn Kaupfélags Is-
firðinga í áratugi. Hann átti sæti á Búnaðarþingi 20 ár.
Þegar Páll lióf húskap í Þúfum, var jörðin talin mjög
léleg til búskapar. Páll var búmaður ágætur, hyggði upp
og ræktaði mikið. Hann breytti koti í stórbýli. PáR var
hygginn félagsmálamaður, sem naut trausts samferða-
manna sinna og reyndist þeim hjálpfús og traustur í störf-
um.
Kona Páls var Björg Andrésdóttir, hónda á Blámýrum,
Jól, annessonar.
Páll lézt 8. september sl.
Pagnar Ásgeirsson, fyrrv. ráSunautur, var fæddur 6. nóv-
ember Í895 að Kóranesi á Mýrum. Foreldrar lians voru Ás-
geir Eyþórsson, kaupmaður, og kona hans, Jensína Björg
Mattliíasdóttir.