Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 196
190
BÚNAÐARRIT
skólanámi að loknum 8. bekk til þátttöku í atvinnu-
lífinu, verði ekki gert að skyldu að koma aftur í skól-
ann að einu ári liðnu, lieldur heimilað að Ijúka námi
síðar, ef liann óskar þess, eða taka inntökupróf í fram-
lialds- eða sérskóla, vilji liann stunda nám þar.
11. Sett verði inn í 83. gr. ákvæði um, að ríkissjóður greiði
sveitarfélögunum þann kostnaðarauka, sem af því
lilýzt að verða að reka lieimavistarskóla að meira eða
minna leyti í stað heimanakstursskóla. Einnig að
tekið verði tillit til mismunandi liitunarkostnaðar eft-
ir því, livort skóli er á jarðhitastað eða ekki.
12. 1 Y. kafla lagauna um starfstíma grunnskóla, náms-
efni og kennsluskipan verði sett ákvæði, sem geri ráð
fyrir notkun skólasjónvarps.
Greinargerif:
Fyrir tveimur árum voru lögð fram á Alþingi frumvörp
til laga um skólakerfi og grunnskóla og þá send til um-
sagnar Búnaðarþings, sem gerði við þau ýmsar atliuga-
semdir. Þessi frumvörp liafa nú verið endurskoðuð og
lögð fram á Alþingi aftur. Sumar ábendingar Búnaðar-
þings liafa verið teknar til greina. Þó hefur lítt verið
sinnt 6. lið ályktunarinnar um stofn- og rekstrarkostnað
skólanna. Þess vegna vill þingið af fenginni reynslu leggja
sérstaka áherzlu á það atriði. Núgildandi fræðslulög voru
sett árið 1946, en þrátt fyrir, að síðan eru liðin 27 ár, þá
hefur á þeim tíma ekki tekizt að framkvæma ákvæði
þeirra um skólaskyldu nærri alls staðar í sveitum lands-
ins. Sh'k saga má ekki endurtaka sig, þegar ný lög verða
sett. Þess vegna þarf að gera nákvæma áætlun um þær
skólabyggingar, kennarabústaði og önnur mannvirki,
sem þarf að reisa, til að námskrá nýju laganna verði fram-
kvæmd alls staðar, án þess þó að verða fámennum sveitar-
félögum ofviða. En óviðunandi er annað en markmið
grunnskólafrumvarpsins um jöfnun aðstöðunnar náist á
sem allra stytztum tíma.