Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 199
BÚNAÐARÞING
193
uLan beitarréttar, nema sannað sé (væntanlega með kaup-
bréfum eða afsalsbréfum), að landið liafi áður verið
einkaeign. Búnaðarþing vill ítreka fyrri ályktun sína um,
að sveitarfélög eða upprekstrarfélög, sem liafa nytjað af-
réttarland um langan aldur, eigi landið, nema full sönn-
unargögn liggi fyrir um, að annar eigi.
Búnaðarþing bendir á, að í 2. gr. frumvarpsins er talað
um „einkaeign, eigu félaga, sveitarfélaga eða landshluta“,
en betur mundi fara á að segja „einkaeign (eign einstakl-
inga, félaga, stofnana o. s. frv.), sveitarfélaga og lands-
liluta“, því að augljóst virðist, að félagseign, t. d. liluta-
félaga, samvinnufélaga o. s. frv., er gjarnast eða alltaf
einkeign.
GreinargerS:
Islendingar eru um það einir þjóða í Evrópu, að þeir
eiga skráðar lieimildir um landnáin, og þær heimildir
eru skráðar það skömmu eftir, að landnámi lauk, að frá-
sagnir af því máttu auðveldlega liafa geymzt rétt í minni
manna. Landnámsmenn námu ýmist mjög stór landsvæði,
er þeir síðar úthlutuðu öðrum að miklu leyti, eða minni
svæði, er þeir nýttu sjálfir. Svo er að sjá, að ekkerl land
liafi verið látið ónumið eða ólielgað. Þess er getið á tveim
stöðum í Landnámabók, að spildur voru ónumdar á milli
landnámsjarða, en þær voru báðar bráðlega helgaðar og
lagðar til liofa. Heiðar og fjöll hafa ekki verið undanskil-
in. Ingólfur Arnarson nemur alla spilduna milli sjávar að
sunnan og vestan og Brynjudalsár og Öxarár að norðan og
Ölfusár að austan, jafnt gróið land sem fjöll og firnindi.
Hrunamannahreppur var numinn eins langt og vötn
deila, og enn er í landamerkjaskrám margra jarða svo til
orða tekið, að landið nái eins langt til fjalls og vötn draga.
Fjalllendi virðast sem sagt liafa verið látin fylgja þeim
jörðum, sem næst þeim lágu, og svo er mjög víða enn,
þótt víða liafi þau nú verið seld sem afréttarlönd. Sumir
vilja telja, að öðru máli kunni að gegna um miðhálendi
13