Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 200
194
BUNAÐARUIT
Islands vegna þess, að þar eru stór svæði lítt gróin. Þessi
kenning er mjög hæpin. Gróður liefur víða minnkað
stórnm frá því, er var, og eru til margar sannanir um það
(t. d. á Kili, landið sunnan Sprengisands og miklu víðar).
Þetta land var þá nytjað, og einatt þurfti þar smölunar
við. Efalaust hafa menn mjög snemma bundizt samtökum
um nýtingu lands og smölun, og framkvæmt þær eftir
fyrirmælum goða og síðar hreppstjórnarmanna.
Það er fullvíst, að sveitarfélög og upprekstrarfélög hafa
ávallt talið, að afréttarlönd, er þau liafa nytjað frá fornu
fari, liafi verið og séu óskoruð eign þeirra (nema þar, sem
einstaka jarðir eða kirkjur áttu ítök, sem oftast voru
veiðiítök), þótt ekki séu kaup- eða afsalsbréf til nú. 1
fornum ritum eða skjölum finnst livergi, livar sem leitað
er, nokkur lieimild um það, að ríkið eða þjóðarlieildin
hafi átt afrétt eða heiðalönd. Mönnum var auðvitað lieim-
il ferð um afrétt eins og annað land, og beit og jafnvel
veiði, á meðan á ferð stóð. Hreppar, eftir að þeir voru
myndaðir, sem trúlega liefur gerzt skömmu eftir, að land-
námi lauk, og upprekstrarfélög geta hafa eignazt afrétt-
arlönd löngu áður en farið var að færa gerninga í letur
eða á skrá, og engin ástæða var fyrir menn til bréfagerða
um það síðar, því að enginn vefengdi rétt þeirra, og ekki
þurftu þeir að svara sjálfum sér.
Nær alltaf er vitað, að notaréttur sveitar- eða upprekstr-
arfélaga er ævagamall. En því fer víðs fjarri, að það af-
sanni eignarrétt á landi, þótt ekki séu nú til aðrar heim-
ildir frá fyrri tímum en um beitarnot, af afréttinum.
Eignarrétti lands var oftast ekki unnt að viðlialda með
öðrum hætti en þeim, að eigendur nytjuðu það á þann
hátt, sem möguleikar voru til. Sum þessara nota voru að
mestu bundin við árstíðir, eins og til dæmis not afréttar-
lands. Þar var naumast um önnur not að ræða en beit og
grasatekju og sums staðar veiði, sem oft var þó einungis
nýtt á sumardag sakir fjarlægðar frá byggð.
Nýir atvinnuhættir og gerbreytt tækni veldur því, að