Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 201
BÓNAÐARÞING
195
nú er unnt að nýta land á xnargan liátt, sem áður var ó-
gerlegt. Má um ]iað nefna að sjálfsögðu f jölda dæma, t. d.
virkjun vatna og notkun sands og malamáma. Þessi þró-
un getur ekki valdið því, að ríkið eignist gæði lands og
jarðar jafnótt og möguleiki skapast til að nota þau. Fáir
eða engir halda því heldur fram, þegar um land í einka-
eign er að ræða, en hví skyldi gegna öðm máli um land
sveitarfélaga?
Löggjöf vor gerir ráð fyrir því á nokkrum stöðum, að
lil séu almenningar. Nefndar atliugasemdir, er fylgja
frumvarpi til námulaga, virð'ast gera ráð fyrir, að þeir séu
eign þjóðarlieildarinnar. Öll rök liníga að því, að sú
kenning sé alröng, og ríkið (eða konungur fyrr á tímum)
hafi aldrei átt almenninga. Almenningar, sem oftar en
hitt liafa verið við sjó og tengdir við lilunnindi, liafa ef
til vill stöku sinnum verið eign fjórðungsmanna (sbr. Grá-
gás), en oftast eign eða afnotaland fárra jarða eða eins
hrepps. Þannig er enn um Almenning í Biskupstungum,
að liann er eign Ilaukadalsjarða. Almenningur í Þjórsár-
dal var skógarítak nokkurra lireppa og Skállioltsstóls.
Almenningur suður frá öxnadalsheiði var afréttur jarða
í Öxnadal með ítaksrétti einnar jarðar þar, og þannig má
telja fjölda dæma. Mörg þau svæði, er bera lieiti af al-
menningi, eru og liafa verið um óratíma eign einstakra
jarða. Efalaust hafa almenningar þessir verið liluti af
landi jarða, en verið dæmdir af mönnum fyrir sakferli.
Finnast frásagnir um slíka refsidóma hæði í Islendinga-
Ijók og Landnámu og Sturlungu. Þess munu og finuast
dæmi, að í hallæri liafi mönnum verið tildæmdur al-
ínenningur (lilunnindaalinenningur) til að geta bjargað
sér frá því að lenda á vergangi, en, eins og fyrr er sagt,
örlar hvergi á því í fomum lögum eða skrám, að ríkið
(þjóðarlieildin) eigi almenning.
Vill Búnaðarþing því sterklega vara við þeirri ásælni,
sem orðið liefur vart bæði með flutningi frumvarpa á
Alþingi í ýmsum myndum og með málarekstri gegn