Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 210
204
BÚNAÐAKRIT
vinnuflokka til að framkvæma viðhald og fegrun
bygginga á starfssvæði viðkomandi sambands.
2. Að leitað verði eftir sanmingum um liagstæð kjör á
efniskaupum í þessu skyni.
3. Að leita samvinnu við Byggingarstofnun landbúnaðar-
ins um útgáfu fræðslurits um frágang og viðliald bygg-
inga í sveitum, skipulag og umliirðu næsta umhverfis
bæjanna, gerð Iiliða og heimreiða.
4. Að blutast til um við búnaðarsamböndin, að þau setji
sér byggingarsamþykktir, sbr. lög nr. 7 1945 og breyt-
ingar á þeim nr. 29 1948.
5. Að vinna að því við landbúnaðarráðherra, að veitt
veröi fé á f járlögum til kaupa á mótum og tækjum, sbr.
ákvæði ofangreindra laga.
GreinargerS:
Fidl ástæða er til, að gert sé myndarlegt átak í því efni
að fegra bændabýli landsins og bæta umgengni við bæi og
heimreiðar. Að þessu verkefni má vinna á ýmsan bátt, en
eðJilegast verður að telja, að félagasamtök bændanna
sjálfra hafi forgöngu um þetta mál og lirindi því í fram-
kvæmd, t. d. með því að koma á fót vinnuflokkum, er
fari um og vinni að viðhaldi, endurbótum og fegrun bygg-
inga í sveitum. Sú ástæða, sem m. a. knýr á um, að slík
aðferð við byggingarstarfsemi í sveitum verði notuð, er
sú, að þar fækkar sífellt verkfærum mönnum, en jafn-
framt stækka búin og annir manna við bústörfin aukast.
Af þeim sökum eiga bændur sífellt erfiðara með að byggja
og lagfæra liús sín sjálfir, og frágangur á þeini lendir í
undandrætti, ekki hvað sízt málning og annað það, er
prýðir útlit og bætir endingu bygginganna. Nú er reynt
að bæta úr þessu með því að fá iönaðarmenn úr þéttbýli
til þessara starfa. En það reynist oft erfið og dýr úrlausn.
Miklu æskilegra er, að þetta sé unnið af ákveðnum vinnu-
flokkum með stöðluð steypumót og spara með því kaup
á mótatimbri og vinnu við mótauppslátt. Þá má ætla, að