Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 213
BÚNAÐARÞING 207
verksmiðja, svo að sem mest af fóðri búpenings okkar
verði framleitt í landinu sjálfu.
Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, að ákveðið liefur
verið að byggja þrjár nýjar heykögglaverksmiðjur á
Norður- og Suð-Austurlandi, og ættu þá framleiðslumögu-
leikar þeirra verksmiðja ásamt liinum fjórum, sem fyrir
eru, að verða allt að 10 þúsund tonn á ári.
Jafnframt þessu væri æskilegt að hef ja stækkun verk-
smiðju í Gunnarsholti, eins og samstarfsnefnd Búnaðar-
félags íslands og Landnáms ríkisins leggja til, þar sem
ástæða er til að ætla, að stórar verksmiðjur verði ódýrari
í rekstri en smáar, og nægilegir landkostir eru fyrir liendi
í Gunnarsholti til stækkunar verksmiðjunnar.
Þar sem sterkar líkur benda til þess, að markaður fyrir
heyköggla verði fljótlega miklu meiri en afkastageta
þeirra verksmiðja, sem byggðar hafa verið og áformað er
að byggja, telur Búnaðarþing aðkallandi að kanna, hvar
og hvenær hentugast þyki að gera næsta átak í heyköggla-
gerð.
Þá vill Búnaðarþing leggja ríka áherzlu á það, að þau
félagssamtök bænda, sem liafa keypt og starfrækt Taarup-
grænfóðurverksmiðjnr, hljóti fjárliagsaðstoð samkvæmt
ó9. grein laga um Stofnlánadeild landhúnaðarins, land-
nám, ræktun og byggingar í sveitum, og skorar á land-
búnaðarráðherra að vinna að því, að sú aðstoð verði veitt
sem fyrst.
GreinargerS:
Það er ánægjuleg staðreynd, að tekizt hefur að fram-
leiða heyköggla með mjög háu fóðurgildi, sem oftast
munu vera samkeppnisfærir við innflutt kjarnfóður,
hæði hvað verð og vörugæði snertir. Þær fóðurtilraunir,
sem gerðar liafa verið með grasmjöl og lieyköggla liér á
^andi, benda ótvírætt í )>á átt, aS hér megi nota heyköggla
i stað innfluttra kjarnfóðurtegunda, að minnsta kosti sem
nemur helmingi kjamfóðurs, án þess, að það bitni á af-