Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 218
212
BÚNAÐARRIT
GreinargerS jarSanefndar:
Búnaðarþing 1971 samþykkti að óska el'tir því við land-
btinaðarráðherra, að hann skipaði nefnd til að endur-
skoða riokkra tiltekna lagabálka, sem allir snertu eignar-
og umráðarétt yfir landi. Nefndin hefur nú lokið mjög
yfirgripsmiklu starfi að þessu verkefni, sem skylt er að
þakka, og liggur afrakstur þess nú fyrir Búnaðarþingi í
tveimur frumvörpum, til ábúðarlaga og jarðalaga, en
bálkar þessir eru raunar í órofa samliengi með tillili til
breytinga á gildandi lögum, og yrðu að lögfestast sam-
tímis. Það var markmið Búnaðarþings, að endurskoðun-
in yrði til að styrkja sem mest yfirráð sveitarfélaga yfir
landi innan sinna marka, og virðist nefndin liafa baft það
í heiðri í flestum greinum. Meira er um róttækar breyt-
ingar í þá átt í frumvarpinu til jarðalaga, en í frumvarpi
því til ábúðarlaga, sem liér um ræðir, ber meira á stytt-
ingu, einföldun og aðlögun að breyttum báttum í búskap
og samskiptum rnanna um þessi efni. Jarðanefndin lítur
svo á, að þetta bafi yfirleitt tekizt vel, þótt líklegt sé, að
sínum auguni líti hver á það, Iive langt á að ganga í að
rýmka og einfalda lög um þessi samskipti manna. Nokkur
atriði í frumvarpiuu taldi nefndin, að betur mættu fara,
og eru tillögur hennar um það í fimm liðum í þessari á-
lyktun. Þykir rétt að gera stuttlega grein fyrir þeim:
1. Það varð niðurstaða nefndarinnar, að betur færi á að
gera ráð fyrir, að jarðir féllu aðeins úr lögbýlatölu með
sérstakri ráðstöfun, sem byggðaráð hefði liönd í bagga
með, fremur en ])að gerðist sjálfkrafa, þegar þær befðu
verið 25 ár í eyði. En byggðaráði er í jarðalögum ætlað
að skipuleggja nýtingu lands, sbr. 6. gr. frv. til jarða-
laga.
2. 2. greinin er samin að nýju. Er þar í 1. málsgr. kveðið
nánar en áður á um meðferð sveitarstjórna á jörð, sem
eigandi þverskallast við að byggja, en nefndinni virtist
það tæpast nægilega ljóst í frv.