Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 219
BÚNAÐARÞING
213
Þá er í 2. málsgr. heimild fyrir byggðaráð lil að mid-
anþiggja jarðareiganda skyldn til að byggja jörð, sem
ekki getur talizt lífvænlegt býli, en fellur þó ekki úr
lögbýlatölu að sinni. Það má bugsa sér, að krafizt yrði
byggingar á slíku býli, byggt þar og jarðeigandi skyld-
aður til kaupa á mannvirkjum, sem væru þar lítils eða
einskis virði og önnur nýting hentari á því landi.
1 4. málsgrein er kveðið á um rétt sveitarstjóma til
að taka land leigunámi til nota fyrir sveitarbændur.
1 jarðalögum eru ákvæði um eignarnám á ónytjuðum
og vanhirtum löndum, en rétt þykir, að hægt sé að
fara vægar í sakir, ef svo stendur á, að það henti betur,
og eiga ákvæði um leigunám fremur lieima hér en í
jarðalögum.
3. 14. gr. er efnislega lítt breytt ákvæði úr gildandi ábúð-
arlögum um það tilvik, að landsdrottinn vilji gera
meiri háttar jarðabót á jörð, sem liann á í ábúð annars
manns. Skotið er inn nokkrum orðum til að taka af
tvímæli um, að leiguliða sé ekki skylt að gjalda eftir
jarðabótina ncma að því leyti, sem liann getur nýtt
hana.
4. 1 frumvarpinu falla niður ákvæði laganna, sem banna
brottflutning lieys, áburðar, eldsneytis o. fl. af jörð.
Rétt þótti hins vegar að tryggja, að viðtakandi ætti
forkaupsrétt að heyi, sem fráfarandi vildi selja, og er
því aukið við 23. grein.
5. Ákvæði 30. gr. um útbyggingarsakir eru mjög stytt og
einfölduð frá því, sem er í lögum, en það er þó óbreytt,
að það hlýtur að vera matsatriði um sum tilefni, bve-
nær þau ertt næg útbyggingarsök. Líklegt er, að slíkt
verði oft að koma til úrskurðar dómstóla, en nefndin
leit svo á, að það gæti þó veitt nokkurt aðbald, ef út-
tektarmenn og byggðaráð gæfu úrskurð um það, og
gefið landsdrottni vísbendingu, þar eð nokkrar líkur
væru á, að dómstólar kæmust að svipaðri niðurstöðu.