Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 223
BÚNAÐARÞING
217
Við endurskoðun skyldi þess vandlega gætt, að öll að-
staða sveitarfélaga og einstaklinga innan þeirra til að
halda eignar- og umráðarétti á landi innan þess sé vel
tryggð.
Nefndin var skipuð liinn 18. ágúst 1971. 1 nefndina
voru skipaðir Ásgeir Bjarnason, alþm., formaður, Svein-
björn Dagfinnsson, skrifstofustjóri, og Árni Jónasson, full-
trúi. Nefndin hefur nú sent frá sér frumvarp það, sem liér
liggur fyrir. Það mun frá upphafi liafa verið talið eitt
höfuðverkefni þessarar nefndar að tryggja, svo sem liægt
er, að jarðir séu í ábúð, og umráðaréttur sé í höndum
þeirra, er landbúnað stunda. 1 frumvarpi því, sem hér
liggur fyrir, em ýmis nýmæli, sem ekki hafa fram til
þessa verið í íslenzkum lögum, þó að tilsvarandi ákvæði
hafi verið í lögum ýmissa nágrannaþjóða okkar. Ber þar
sérstaklega að nefna ákvæðin um byggðaráð og lilutverk
þess.
Ef frumvarp þetla verður að lögum, þarf að fá sam-
þykki byggðaráðs til ráðstöfunar fasteigna, livort lieldur
er til sölu eða leigu. Þar em einnig ýmis nýmæli um
eignarliald á landi og meðferð þess, sem ekki liafa verið
í íslenzkum lögum. Hingað til liafa umráð landeigenda
verið svo að kalla alger yfir landi sínu nema að því leyti,
sem ríkið hefur þar í ýmsum tilfellum höggvið skarð í,
einkum í sambandi við ýmsar framkvæmdir, svo sem
vegagerð og á síðustu áram með lögum um náttúruvernd.
Með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, er gengið
lengra en áður að takmarka umráð landeigenda, og þó
einkum, að landeigendur verða að uppfylla viss skilyrði
um notkun á landi sínu og gæta þess, að landi sé ekki
spillt á neinn hátt.
Það er höfuðsjónarmið frumvarpsins, að eignarráð á
landi skuli vera í höndum þeirra, sem landbúnað stunda,
og að landeigendum leyfist ekki að halda landi ónytjuðu.
Ennfremur að koma í veg fyrir verðliækkun á landi, sem
hefur að einliverju leyti sérstöðu, svo sem að vera eftir-