Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 233
BÚNAÐARÞING
227
andi lögum, og þar sem þessi lög eru jafn ný, og raun ber
vitni, og virðast liafa verið vandlega unnin, er vart ástæða
til að breyta þeim að sinni. Hins vegar má benda á, að í
fjallskilasamþykktir er unnt að setja sérákvæði varðandi
ítölu.
Mál nr. 27
Frumvarp til laga um fyrirhlefislu og lagfœringar á ár-
farvegum til að koma í veg fyrir landhrot. Sent af al-
þingismönnunum Stefáni Valgeirssyni og Ágiisti Þorvalds-
syni.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 22 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing ályktar að mæla með því við Alþingi, að
það lögfesti frumvarp til laga um fyrirhleðslur og lag-
færingar á árfarvegum, sem nú liggur fyrir Alþingi, með
þeirri breytingu, að við fyrstu málsgrein 2. gr. bætist:
Þó getur matsnefnd, ef vissar aðstæður eru fyrir liendi,
gert tillögur til landbúnaðarráðuneytisins um, að ríkis-
sjóður greiði allan kostnað við framkvæmd og undirbún-
ing verksins.
Greinargerð:
Frumvarp á þingskjali nr. 27 felur í sér bætt skipulag
þeirra mála, sem það fjallar um, og ætti því að stuðla að
aukinni samræmingu verkefna, er taka til fyrirlileðslu
vatna og lagfæringa á árfarvegum til vama landskenimd-
um.
Frumvarpið gerir þó ekki ráð fyrir neinum frávikum
frá greiðsluskyldu heimaaðila, og er það afturför frá þeirri
tilbögun, sem nú er.
Búnaðarþing leggur því til, að matsnefnd hafi tillögu-
Jctt um, að vikið sé frá greiðsluskyldu landeigenda við
serstakaf aðstæður, svo sem landbrot af völdum vatns-
hlaupa, breytingu árfarvega vegna mannvirkjagerðar eða
ef verkefnin eru ofvaxin fjárhagsgetu viðkomandi aðila.