Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 239
BÚNAÐARÞING 233
2. Kosnir Lveir menn til þriggja ára í kynbótanefnd
NautaslöSvar BúnaSarfélags íslands.
Kosningu hlutu:
Guðmundur Steindórsson, héraðsráðunautur,
Hjalti Gestsson, héraðsráðunautur.
3. Kosnir tveir aSalmenn og tveir til vara til tveggja ára
í stjórn Bændahallarinnar.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn: Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur,
Þorsteinn Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu.
Varamenn: Hjörtur E. Þórarinsson, hóndi, Tjörn,
Sveinn Jónsson, bóndi, Egilsstöðum.
4. Kosnir þrír menn í milliþinganefnd lil að athuga
rekstrargrundvöll ræktunarsambanda og lög um rækt-
unar- og húsagerSarsamþykktir í sveitum.
Kosningu hlutu:
Einar Ólafsson, fyrrv. hóndi, Reykjavík,
Jón Helgason, hóndi, Seglbúðum,
Teitur Björnsson, hóndi, Brún.
Þá tók til máls utan dagskrár Snæþór Sigurbjörnsson,
búnaðarþingsfulltrúi, og færði að gjöf Búnaðarfélagi ís-
lands hreinshöfuð mikið og fagurt frá Búnaðarsambandi
Austurlands.
í’orseti þakkaði gjöfina og gat þess, að þetta væri ekki
í fyrsta sinn, sem Búnaðarsamband Austurlands færði
Búnaðarfélagi Islands dýrmætar gjafir.
Þá var komið að þingslitum, og tók forseti til máls.
Lýsti Iiann yfir ]»ví, að störfum þessa Búnaðarþings væri
lokið. Hefði það staðið í 19 daga, haldið 19 fundi, fengið
36 mál til meðferðar og afgreilt 30 þeirra. Nefiuli liann
mikilvægustu málin, sem lögð liöfðu verið fyrir þingið og
hlotið afgreiðslu.