Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 241
Landbúnaðurinn 1972
eftir Halldór Pálsson
ÁrferSi. Árið 1972 var eitthvert hagstæðasta ár á þessari
öld fyrir landbúnaðinn. Það var fyrsta árið eftir sjö ára
kuldaskeið, sem meðalliitinn yfir árið reyndist liærri en
meðaltal áranna 1931—1960. Nam sá munur 0,3°C í
Reykjavík og 0,7° C á Akureyri. Samt voru sumarmán-
uðirnir júní til september kaldari en í meðalári, 0,8° C
kaldari í Reykjavík og 0,6° C kaldari á Akureyri. En þaö
voru vetrar- og vormánuðirnir, sem réðu úrslitum. Á
tímabilinu frá byrjun janúar til maíloka var meðalhiti í
Reykjavík 1,3° C hærri og á Akureyri 1,5° C liærri en í
meöalári. 1 október var hiti í meðallagi, nóvember var
kaldur, en desember hlýrri en í meðalári. Urkoma var
verulega yfir meðallagi. Vegna óvenju hagstæðs veður-
fars frá ársbyrjun til vors, var jöi’ð víðast hvar alveg
klakalaus með vorkonninni, sem er einsdæmi hér á landi.
Tíðarfar í maí var 1 íka liagstætt gróðri. Greri því snemma
bæði á ræktuðu landi og í útliaga. Þurfti því ekki að gefa
húfé eins lengi fram eftir vori og mörg undanfarin ár.
Varð það bæði til fóður- og vinnusparnaðar. Vorstörf,
bæði jarðvinnsla og dreifing áburðar, hófust mcð fyrsta
móti, og allir gerðu ráð fyrir, að sláttur myndi hefjast
snemma. En sú varð ekki raunin. Tíðarfar var kalt í júní
og miðaði öllum gróðri þá hægt, og var óvíða liægt að
hefja slátt að nokkru ráði fyrr en í lok júní, nema í Eyja-
firði, en þar voru eindæma úrfelli í júní, svo snemm-
slegnu heyin liröktust, sem ekki voru verkuð í vothey.
Með byrjun júlí var spretta víðast livar næg, til þess að