Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 242
236
BÚNAÐARRIT
liefja mætti heyskap um land allt. Þá brá einnig til
þurrka um allt Norður- og Austurland, og varð lieyskap-
artíð þar alls staðar góð. Öðm máli gegndi á SuÖur- og
Vesturlandi. Samfelld óþurrkatíð ríkti þar allan júlí,
og lítið var unnið að lieyskap nema lijá þeim fáu, sem
verka vothey. Sumir bændur slógu þó niður grasið og
biðu þurrksins lieldur en láta allt vaxa úr sér. Samt stóð
meiri liluti túna ósleginn til ágústbyrjunar, en þá brá til
10—12 daga samfelblra þurrka. Náðu bændur þá upp ó-
bemju magni af vel þurrum heyjum, en sumt af því lieyi
skemmdist í illa uppsettum gölturn og lirúgum áður en
tókst að koma því í blöðu eða galta til vetrargeymslu.
Kom nú mörgum í kolJ, live lilöðurými var lítið.
Grasvöxtur varð mikill um land allt og gamlar kal-
skemmdir í túnum greru ótrúlega upp. Vegna þess live
sumarmánuðirnir voru kahlir, þó einkum júní, spratt
útliagi allur liægt og ekki sízt afréttarlöndin. Hafði fén-
aður því víða nýgræðing fram eftir sumri, svo fé toldi vel
í afréttum og kom vænt af fjalli.
Haustið var til baga votviðrasamt sunnanlands og vest-
an. í lok október og í nóvember dyngdi niður óliemju
snjó víða um land einkum þó á Norður- og Austurlandi. 1
desember leysti þessar fannir mjög í lágsveitum, en veðr-
áttan var nijög óstöðug og stormasöm, er leið á desember.
Ullu rok þá stórtjóni á mörgum býlum. Þök fuku af hús-
um, liey fuku og vélar og tæki, sem liti voru, köstuðust til
og stórskemmdust í sumum tilfellum. Nokkrir fjárskaðar
urðu sums staðar í liríðunum í Jok október, en Jivergi stór-
kostlegir. Sýnir þetta, að oft eru bændur ekki nógu vel á
verði gagnvart íslenzku stórveðrunum. Allir þurfa að
liafa Iiugfast, að njörva svo rækilega niður búsþök og
hey, að Kári nái ekki tökum á þeim. Vélar allar þurfa að
vera í búsi og fénaðar þarf ávallt að gæta, eftir að hausta
tekur, ef dökkar blikur eru á lofti.
AburSarnotkun. Heildamotkun tilbúins áburðar síð-
ustu 4 ár liefur verið: