Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 243
LANDBÚNAÖURINN 237
1972 1971 1970 1969.
smál. smál. smál. smál.
Köfnunarefni, hreint N 12.982 12.911 12.150 11.784
Fosfórúburö'ur, P20, 7.103 7.280 6.460 6.107
Kalíúburður, K„0 ... 5.452 5.580 4.765 4.749
Á árinu 1972 var notað 0,5% meira af köfnunarefni,
2,4% minna af fosfóráburði og 2,3% minna af kalí en
1971.
Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framleiddi á árinu
1972, 16.001 smálest af Kjarna, 1.033 smál. af kalkammon
saltpétri, 3.320 smál. af Græðir I garðáburði (14-18-18)
og 6.935 lestir af Græðir II túnáburði (23-11-11).
Áburðarsalan seldi 63.825 smál. af áburði á árinu 1972,
og er það 2,5% minna magn en selt var 1971.
Meðalverð á öllum áburði liækkaði um 13,03% frá ár-
inu 1971.
Uppskera og jarSargróSi. Enn liggja ekki fvrir endan-
legar tölur um heyfeng landsmanna sumarið 1972, en
norðanlands og austan varð lieyfengur víða 20% meiri,
en sunnanlands og vestan víða svipaður og árið áður, en
þá var lieyfengur 40% meiri en 1970. Fyrningar voru ó-
venju miklar vorið 1972, svo fóðurbirgðir munu að öllum
líkindum aldrei bafa verið meiri en á síðastliðnu bausti.
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Rannsóknarstofa
Norðurlands í samráði við ráðunauta búnaðarsamband-
anna og Búnaðarfélags íslands liefur eins og nokkur und-
anfarin ár rannsakað allmörg beysýni xir öllum landslilut-
um. Rannsóknir þessar sýna, að fóðurgildi töðunnar er í
meðallagi, þ. e. 2 kg af töðu þarf í liverja fóðureiningu.
Nokkur munur er eftir landsblutum, t. d. er liún lökust
á Suðurlandi. Þar þarf 2,1 kg að meðaltali í fóðureining-
una. Eggjabvíta er minnst í töðunni í A.-Skaftafellssýslu,
aðeins 8,5%, þar næst á Suðurlandi 10,8%, en mest á
Vestfjörðum, 12,3%. Þetta er óvenju lítið magn eggja-
hvítu í töðu miðað við það, sem við eigmn að venjast og
mun minna en síðustu tvö árin. Nú eru aðeins 72 g nielt-