Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 244
238
BUNAÐARRIT
anleg hráeggjahvíta í kg af meðaltöðu, en liaustið 1971
voru 75 g og 1970 89 g af meltanlegri eggjahvítu í kg af
töðu að meðaltali. Þetta sýnir, að nú þarf að gefa bxifé,
sérstaklega sauðfé, meira af eggjahvíturíku kjamfóðri en
undanfarin ár.
Grœnfó&uruppskera mun hafa verið mun minni en
1971, enda brutu bœndur minna land til grænfóðurrækt-
ar 1972 en árið áður. Mun mestu liafa valdið að allir gerðu
sér strax á vordögum von um mikinn grasvöxt og töldu
því minni þörf að auka fóðuröflun með grænfóðurrækt,
heldur en meðan stórir hlutar túnanna voru dauðkalnir.
Margir bændur liafa þó grænfóðurrækt til liaustbeitar
fyrir mjólkurkýr og sláturfé sem fastan lið í búskap sín-
um, og er það hinn bezti búhnykkur, a. m. k. um sunnan-
vert landið. Hjá þeim, sem sáðu nógu snemma til græn-
fóðurs vorið 1972, var sprettan víðast livar góð og sums
staðar ágæt.
Kornrækt. Kom (bygg) var aðeins ræktað á 14 lia. í
Rangárvallasýslu. Heildaruppekeran varð 24 smálestir.
Bezt spratt kornið á Þorvaldseyri, 2,65 smál. af ha.
Hra&þurrkaö gras og grasmjöl. Grasmjöl var aðeins
framleitt í Brautarliolti, 450 smál. Framleitt var meira
af grasmjölskögglum en nokkm sinni fyrr, hjá Fóður og
fræ í Gunnarsholti um 1200 smál., hjá Stórólfsvallaverk-
smiðjunni 1360 smál. og Fóðuriðjan í Dalasýslu hófst að-
eins handa og framleiddi 16 smálestir. Þá voru gerðar til-
raunir hjá Búnaðarsambandi Suðurlands og Búnaðar-
sambandi Eyjafjarðar með framleiðslu köggla úr söxuðu
en ómöluðu, braðþurrkuðu grasi í færanlegum verksmiðj-
um. Framleiðslan nam 425 smál. bjá Sunnlendingum og
390 smál. lijá Eyfirðingum. Enn liggja ekki fyrir opin-
berar tölur um hagkvæmni þessarar fóðurframleiðslu, en
bændur og ráðunautar bíða eftir árangrinum.
Kartöfluuppskera varð um 75 þúsund tunnur eða tæp-
lega lielmingi minni en 1971. Þá varð lnin um 130 þiisund
tunnur, sem komu til nytja, en verulegt magn eyðilagðist