Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 245
LANDBÚNAÖURINN 239
í geymsliim, enda var þá uppskeran áætluð 150 þúsund
tunnur, en sú áætlun mun liafa verið of há.
Gulrófnauppskeran varð um 20% minni en 1971.
Grænmeti. Framleiðsla mikilvægustu tegunda var sem
hér segir. Tölurnar eru að nokkru leyti áætlaðar:
1972 1 971
Tómatar ...................... 310 smál. 376 smál.
Gúrkur ........................... 213 — 184 —
Hvítkál .......................... 150 — 149 —
Gulrætur .......................... 83 — 111 —
Blómkál ........................... 76 þús. stk. 83 þús. stk.
Sölufélag garðyrkjumanna seldi fyrir 46,5 millj. króna
á árinu. Grænmetisuppskera barst með seinna móti á
markað.
Búf járeign og búf járframleiðsla. 1 ársbyrjun 1972 var
bústofn landsmanna 59.195 nautgripir, þar af 35.839 kýr,
786.016 sauðkindur, þár af 640.260 ær, 36.705 liross, 717
gyllur og geltir og um 178 þús. liænsn og aðrir alifuglar.
Nautgripum ltafði fjölgað um tæp 6000, sauðfé um 50
þús., hrossum um rúm 3 þús. og tala svína og alifugla nær
tvöfaldaðist frá ársbyrjun 1971, en fjölgun svína og ali-
fugla á skýrslu liggur ef til vill að nokkru í betra fram-
tali síðara árið.
Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur um búfjárfjölda
í árslok 1972, en gera má ráð fyrir nokkurri f jölgun í öll-
um búgreinum, allt að 10% í nautgripum.
Samkvæmt upplýsingum frá Framleiðsluráði landbún-
aðarins var innvegin mjólk til mjólkursamlaganna á ár-
inu 1972 109.750.500 kg eða 4.26% meiri en 1971. Slátrað
var í sláturbúsum unt 768.800 kindum baustið 1972,
713.172 dilkuni og 55.628 fullorðnum. Er þetta 66.853
kindum eða 9,5% fleira en slátrað var 1971. Meðalfall-
þungi dilka reyiulist 14,86 kg eða 0,04 kg minni en 1971,
en 0,53 kg ineiri en 1970. Meðalfall fullorðna fjárins var
22,1 kg eða 0,4 kg meiri en 1971. Kindakjötsframleiðslan
varð nú 11.826.697 kg eða 1.071.596 kg rneiri en 1971. Nem-