Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 246
240
15 Ú.< AÐA R RIT
ur sá munur 9,6%. Samt mun fé liafa fjölgað nokkuð, er
sýnir, að afkoma sauðfjárræktarinnar hefur verið ágæt.
1 sláturliúsum var slátrað 18.730 nautgripum, þar af
8422 ungkálfar, 1352 alikálfar, 4637 ungneyti 1—2^4 árs,
65 naut og 4254 kýr. Kjöt af þessum gripum var 1.628.350
kg. Gera má ráð fyrir, að nautgripakjötsframleiðslan hafi
verið meiri en liér kemur fram, vegna lieimaslátrunar.
Hrossakjötsframleiðsla mun liafa minnkað, en framleiðsla
alifugla- og svínakjöts aukizt. Einnig mun eggjafram-
leiðsla fara vaxainli.
Fjárfesting og framkvœmdir. Enn liggja ekki fyrir tölur
uin allar verklegar framkvæmdir bænda á árinu 1972.
Framræsla með vélgröfnum skurðum varð því nær liin
sama og 1971, en minna var unnið að plógræslu. Ný-
rækt hefur að öllum líkindum verið nokkru meiri en
1971, en endurræktun túna og grænfóðurræktun minni.
Mikið var unnið að vatnsveitum í sveitum, enda er nú í
fyrsta sinn veitt nokkurt framlag til þeirra mannvirkja á
einstöku bændahýlum samkvæmt jarðræktarlögum. Áður
fékkst framlag til slíkra framkvæmda samkv. lögum um
aðstoð til vatnsveitna nr. 93/1947 aðeins ef um samveitur
þriggja eða fleiri býla var að ræða. Hvers áttu einyrkjarnir
að gjalda? Búnaðarþing hafði þó lengi barizt fyrir þessu
réttlætismáli, en fyrr bar það ekki árangur. Byggingar-
framkvæmdir í sveitum fóru nú aftur í vöxt, en liöfðn
verið í öldudal vegna harðæris og erfiðrar afkomu. Þótt
ekki liggi enn fyrir skýrslur um stærð og fjölda nýbygg-
inga á árinu 1972, sýnir lánastarfsemi Stofnlánadeildar og
Veðdeildar Búnaðarhanka íslands í stómm dráttum,
livernig bændur og fyrirtæki þeirra hafa unnið að fjár-
festingu á árinu 1972. Veitt voru 1035 A-lán úr Stofnlána-
deild samtals að fjárliæð kr. 314.173.000,00, þar af til
vinnslustöðva 15 lán, að fjárhæð kr. 62.520.000,00, 23 lán
til kaupa á þungavinnuvélum lil ræktunarsambanda, að
fjárhæð kr. 24.949.000,00, 7 lán til minkabúa, að fjárhæð
kr. 7.496.000,00, 355 lán til dráttarvélakaupa, að fjárhæð