Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 249
LANDBÚNAÐURINN
243
asta Alþingi samþykkti ný jarðræktarlög. Þótt í mörgum
atriðum væru þau lík eldri jarðræktarlögum, þá voru
teknar upp í þau nokkrar mikilvægar breytingar. Yröi
of langt mál að telja þær upp hér, en nefna má framlög
til vatnsveitna á sveitabæjum og framlög til hagagirðinga
og hagaræktar, sem eru mikilvæg nýmæli. Alþingi, er nú
situr, liefur lil meðferðar frumvarp til búfjárræktarlaga,
sem Búnaðarþing 1972 samþykkli. Eru ýmsar markverð-
ar breylingar í því frumvarpi frá gihlandi lögum, sem
eiga að verða lyftistöng fyrir búfjárkynbætur lands-
manna. Fyrir síðasta Alþingi lagði ríkisstjórnin frumvarp
til laga um Framleiðsluráð landbiinaðarins, en landbún-
aðarráölierra liafði á árinu 1971 skipað 9 manna nefnd til
að endurskoöa þennan merka lagabálk. 1 binu nýja frum-
varpi voru margar mikilvægar breytingar frá gildandi
lögum. Frumvarpið dagaði uppi á síðasta Alþingi, en
verður án efa flutt aftur á þingi því, sem nú situr, og vona
þeir, sem liafa framtíðarvelferð landbúnaðarins í huga, að
það verði að lögum óbreytt, a. m. k. í veigamestu atrið-
unum.
Þá skipaði landbúnaðarráðherra, að ósk Búnaðarfélags
Islands, þriggja manna nefnd, fyrir meira en ári síðan, til
að endurskoða alla löggjöf um eign og ábiiðarrétt á jörð-
um. í nefnd þessari eiga sæti valinkunnir menn, þeir Ás-
geir Bjarnason, alþingismaður, formaður Búnaðarfélags
Islands, og er hann formaður nefndarinnar, Árni Jónas-
son, erindreki Stéttarsambands bænda, og Sveinbjöm
Dagfinnsson, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
en bann hefur lengi verið deildarstjóri í jarðeignadeild
landbúnaðarráðuneytisins og því allra manna kunnug-
astur jarðeignamálum ríkisins og vandamálum leiguliða
ríkisins. Þessi nefnd befur vandasamt verk að vinna og
vona allir, að benni takist vel. Mun bún nær því hafa lok-
ið störfum, og er gert ráð fyrir, að Búnaðarþing, er kemur
saman 12. febrúar n. k., fái þessi mikilvægu mál til með-
ferðar. Enn liggur ekki fyrir opinberlega, bvaða breyt-