Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 250
244
BÚNAÐARRIT
ingar nefnd þessi leggur til að gerðar verði á jarðeigna-
og ábúðarlögum, svo ekki er unnt að ræða þær að þessu
sinni, en allir sem landbúnað stunda og landbúnaði unna
gera sér ljóst, að jarðeignamáliö er mál málanna fyrir
framlíð bændastéttarinnar. Ég tel ekki orka tvímælis, að
heppilegast sé, að sem allra flestir bændur eigi ábýlis-
jarðir sína, en enginn fái leyfi til að eiga meira land en
liann þarf til eigin nota. Það ætti að banna með löguin, að
einstaklingar safni landi fram yfir það, sem þeir nola til
ábúðar. Slíkt er gert í Nýja-Sjálandi og gefst vel. Land-
nemar þar þekktu landeigendurna brezku og vissu, bve
erfilt var að vera leiguliði þeirra. Þeir töldu stórlandeig-
endur óþarfa stétt og leyfðu henni ekki að festa rætur í
binu nýja, fagra og frjósama landi sínu. En ríkið á mikið
land í Nýja-Sjálandi, sérstaklega ónumda landið. Jafnóð-
um og það er tekiö til nytja kaupa bændur liæfilega
stórar spildur fyrir framtíðarbújörð sína. Eins befur
reynslan sýnt, að margar jarðir þarf að stækka vegna auk-
ins tæknibúskapar. Kíkið aðstoðar bændur við að fá
jarðir stækkaðar. Hér á landi á ríkið margar jarðir og er
eðlilegt að svo verði um ókomin ár. En eins og lög gera
ráð fyrir, J)á eiga bændur, sem búa á ríkisjörðum, að geta
fengið þær keyptar með vissum skilyrðum, en aðeins til
búskapar, en ckki til Jiess að braska með Jiær eða brytja
þær niður í sumarbústaða- eða veiðilönd. Einnig á jarö-
eignadeild ríkisins að kaupa jarðir, sem bændur vilja
losna við og gela ekki selt öðrum lil að stunda Jiar búskap.
Slíkt ónytjað land er eðlilegt að ríkið eða sveitarfélagið
eigi, en það verði ekki í eigu brottfhitts fólks, sem sezt
hefur að í kaupstöðum, og gerir ekki ráð fyrir, að ]>að
sjálft eða niðjar Jiess flytji aftur til búskapar í sveitina.
Þá |>arf að færa jarðeignir ríkisins á eina liendi, þ. e. til
jarðeignadeildar. Það er ekki ástæða til þess að kirkju-
málaráðuneytið hafi alla umsjón með prestssetrum og
kirkjujörðum. Þetta er með öllu úrelt fyrirkomulag. Áð-
ur fyrr var eðlilegt, að presturinn hefði til umráða og bú-