Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 252
246
BU NAÐAKRIT
skógarkjarrs fyrir óðul þeirra, þá finnast alltaf nokkrir,
því miður, sem falla í freistni og láta landið af hendi, vit-
andi vits, að það verður aldrei notað aftur til eðlilegs bú-
skapar til blessunar fyrir aldna og óborna. Vei þeim. Hár
og stigliækkandi verðaukaskattur á sölu lóða og landa
gæti liamlað nokkuð á móti þessarri óbeillaþróun. Öðru
máli gegnir þótt sjálfseignarbændur leigi lóðir undir
sumarbústaði. Það þarf ekki að rýra framtíðartekjur
bænda á viðkomandi jörð.
Sumir alþingismenn reyna nú árlega að vega að bænda-
stéttinui með því að vilja sölsa undir ríkið bverskonar
landsgæði bæði í afréttum og byggðum. Þó hafa flestir
enn viljað undanskilja grasnyt, en þá líklega aðeins til
þess að kostnaður við vörzlu og smölun landsins falli ekki
á ríkið. Þetta liugarfar er með öllu óþolandi í þjóðfélagi,
sem játar enn venjuleg mannréttindi. Hinsvegar er eftir
atvikum rétt að ganga úr skugga um, hvort ríkið sé eign-
araðili að einstaka öræfasvæði, þótt öllum liljóti að vera
Ijóst, að þau afréttarlönd, sem tillieyrt hafa einstökum
býlum og ýmist tillieyra þeim enn eða liafa verið seld
viðkomandi upprekstrarfélögum eða sveitarfélögum, séu
enn í lögmætri eigu þeirra, sem liafa keypt þau, en svo er
um flesta eða alla megin afrétti.
Hlunnindi öll og önnur gæði, sem bújörðum fylgja og
bafa fylgt, má á engan hátt skilja frá þeim. Það örlar á
þeirri liugsun, að bændur eigi aðeins að lifa á grasnytinni,
aðrir eigi að fá að njóta annarra gæða landsins. Þann
hugsunarhátt þarf að kveða niður fyrir fullt og allt.
Á s. 1. liausti skipaði landlninaðarráðberra 9 manna
nefnd til að endurskoða lögin um Stofnlánadeild land-
búnaSarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum.
Gunnlaugur E. Briem, ráðuneytisstjóri, er formaður
nefndar þessarar. Nefndinni er nokkur vandi á liöndum,
þar sem ráðherra hefur ákveðið að breyta mjög skipan
þeirra inála, sem löggjöf þessi fjallar um, m. a. leggja
Landnám ríkisins niður í því formi, sem það liefur starf-