Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 253
LANDBÚNAÐURINN
247
að eftir, og ráðstafa verkefnum þess á annan veg. Hér
verður ekki frekar rætt um þá hlið málsins, enda langt
frá því að nefndin liafi lokið störfum. Hinu þarf ekki að
leyna að mestur er vandinn í sainbandi við sjálfa Stofn-
lánadeild landhúnaðarins, sérstaklega þarf að tryggja
lienni liæfilegt f'jármagn og varanlegan rekstrargruudvöll.
Svo liörmulega hefur tekizt til, að þrátt fyrir að Stofn-
lánadeild liafi verið tryggt verulegt fjármagn að undan-
förnu, m. a. með sérstökum skatti á bændur, sem var af
mörgum illa þokkaður, þá var á engan hátt tryggt, að
þelta fé ætist ekki upp og yrði að engu. Ollu þar mestu
um gengisfellingar á erlendum lánum, sem Slofnlána-
deild liafði tekið, en lánað út án gengistryggingar, og
vaxtatap, sem orsakaðist af því að deildin hefur oft neyðzt
til að taka innlcnd lán á liæstu vöxtum og lána þau út á
lægri vöxtuin. Ilefði ríkið að sjálfsögðu átt að hera hall-
ann, bæði af gengistöpum og vaxtamismun þessum. Það
er auðvelt að gera sig góðan í augum hænda með því að
útvega nægilegt fé til að fullnægja lánaeftirspum þeirra,
en skuggi fellur á þá fyrirgreiðslu, þegar fé bænda í
sjóðnum, þ. e. sá skattur, sein þeir liafa með lögum verið
þvingaðir til að greiða, er etinn upp í vaxtamismun vegna
þessarar fyrirgreiðslu. Á 10 ára tímabili frá 1. jan. 1962
til 1. jan. 1972 gengu 167 milljónir króna, auk vaxta af
öllu stofnfé Stofnlánadeildar, til greiðslu á gengistöpum
og vaxtamismun, en segja má að ríkið liafi lagt deildinni
á þessu tímahili 40 milljónir króna upp í þetta tap með
beinum fjárframlögum á fjárlögum. Á sama tíma greiddu
bændur rúmar 150 milljónir kr. til deildarinnar, en aðrar
stofntekjur liennar lögum samkvæmt voru kr. 242 millj-
ónir. En í árshyrjun 1972 átti Stofnlánadeild aðeins kr.
232 milljónir, enda var Iiún stofnuð af eldri sjóðum Bún-
aðarbankans, sem ]>á áltu 33,7 milljónir króna minna en
ekki neitt. Einhvern smáskell mun Stofnlánadeildin liafa
fengið af síðustu gengisfellingu, þótt það liggi ekki fyrir
enn. Er lögin um lífeyrissjóð hænda voru saniþykkl var