Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 256
250
BUNAÐARRIT
ins. Bæntlum er vandi á liöndum, sérstaklega í sambandi
við nýjar byggingar, livort og live mikið ])eir eiga að
stækka búin. Það er ekkert markmið í sjálfu sér að
stækka og stækka búin. Því aðeins á slíkt rétt á sér, að
}>að auki nettó tekjur bóndans, án þess að hann leggi á
sig meira erfiði en bæfilegt má telja. Að vita er vandinn.
Bóndinn þarf að vita, livernig hagkvæmast er að búa, og
áður en hann ákveður að leggja fé í fjárfestingu, bvort
heldur er um byggingar, vélakaup eða framræslu og
meiri ræktun að ræða, þarf liann að brjóla til mergjar,
hvort liin fyrirliugaða fjárfesting auki liagsæld bans.
Geri hún það ekki, þá er betra að draga framkvæmdina.
Nú er mikið talað um liættu af ofnotkun landsins. Ýms-
ir óttast að fjölgun sauðfjár og hrossa leiði til ofbeitar og
og örtraðar í afréttum og jafnvel á láglendi. Þetta er eitt,
sem bændur þurfa að afla sér vitneskju um. Það verður
að gera með víðtækum rannsóknum. Þegar hafa verið
lagðar undirstöður að slíku með gróðurkortagerð og á-
burðartilraunum, en meira þarf ef duga skal. Landbún-
aðarráðherra skipaði fyrir ári síðan nefnd, sem kölluð er
landnýtingarnefnd, til að atbuga þessi mál öll og gera um
þau tillögur. Nefnd þessi hefur baft samstarf við Búnaðar-
félag Islands og búnaðarsamböndin auk fjölmargra ann-
arra. Vænta albr góðs af tillögum þessarar nefndar. En
þegar rætt er um þessi landverndar- og landnytjamál
þarf að liafa tvennt hugfast.
t fyrsta lagi að gera þarf vel skipulagðar rannsóknir á
á beitarþoli landsins og í öðru lagi á livern liátt hagkvæm-
ast er að auka beitarþol eða notagildi þess.
Þegar rætt er um aukningu á landbúnaðarframleiðslu
er oft réttilega á það bent að hafa þurfi hönd í bagga með,
Iivaða búgreinar skuli auka. T. d. befur lengi verið liag-
kvæmara þjóðliagslega að auka framleiðslu dilkakjöts,
gæra og ullar en mjólkurvara, ]>egar þarf að flytja vöruna
út. Auk þess er ullin og gærurnar mikilvæg hráefni fynr
innlendan iðnað.