Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 257
LANDBÚNAÐURINN
251
En þaS nægir ekki að skýra frá þessu. Það verður að
liaga verðlagi á þessum framleiðsluvörum þannig, að
bændur finni, að það borgi sig betur að framleiða sauð-
f járafurðir en mjólkurafurðir. Verð á ull og gærum hefur
verið látið fylgja lieimsmarkaðsverði og varla það nú upp
á síðkastið, en kjöt oft skráð liærra hér innanlands en
markaðsverð erlendis gefur. Þetta liefur leitt til þess ó-
sóma, áð sumir bændur, og þeir of margir, liafa vanvirt
ullina og sýnt hið mesta tómlæti um hiröingu liennar,
bvað þá ræktun fjárins með tilliti til að fá meiri og betri
ull. Þetta gengur svo í öfgar, að það er bændum í heilum
byggö'arlögum til vansa. Þeir rýja ekki féð á réttum tíma,
láta ])að jafnvel ganga með margra ára flókaberði jafnt í
sumarbitum sem stórhríðum á liausti og vetri. Þeir jafn-
vel leyfa sér að baða fé á vetrum án þess að taka fyrst af
því gömlu ullarflókana. Þetta ætti að varða sektum. Þeir,
sem ekki hirða ull sína virðast liafa nægar tekjur, en svo
mun þó ekki vera.
Tómlæti ráðandi manna um ullarverð er svo mikið, að
þótt idlarverð á lieimsmarkaði hækkaði um 100% á s. 1. ári,
þá var varla á það minnzt í fjölmiðlum eða manna á meðal
liér á landi. Ég frétti það ekki fyrr en ég kom á búfjár-
ræktarráðstefnu á Italíu á s. 1. liausti. Er þetta máski
vegna þess, að innlend iðnfyrirtæki kvíði því ef þetta
mikilvæga hráefni liækkar í verði. Á s. 1. ári skipaði land-
búnaðarráðherra 5 manna nefnd ti] að gera tillögur um,
livort og á hvern háft flokka megi gærur eftir lit og öðrum
eiginleikum, sem verðmætir kunna að teljast þegar þær
eru sútaðar sem loðskinn eða seldar til annarra nota. Von-
andi kemst nefnd þessi að gagnlegum niðurstöðum. En
ekki væri vanþörf á að athuga rækilega, livort ekki sé
liægt að vinna að því, að landbíinaðinum og þjóðinni í
heild verði meira úr ullinni en raun ber vitni.
Að lokum óska ég þess að bið nýbyrjaða ár færi bænd-
um og þjóðinni allri blessun og björg í bú.
Ritað í janúar 1973, en nokkrar endanlegar tölur færðar inn síð'ar.