Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 259
253
NAUTGRIPAIiÆKTAKFÉLÖGIN
Yfirlit um starfsemi nautgriparæktarfélaganna 1970
er í töflu I. í því sést, að afurðir liafa stóraukizt frá árinu
áður, en þá var vegna slæms árferðis lægri meðalnyt en
1968, en á því ári var hún Iiin liæsta til þess tíma í sögu
nautgriparæktarfélaganna. Meðalnyt fullmjólkandi kúa
1970 var 3923 kg og hafði hækkað um 225 kg frá 1969,
mjólkurfita 4,07% í stað 4,04 og fe 15967, og nemur sú
hækkun 1027 fe. Meðalnyt reiknaðra árskúa var 3711
kg og liafði hækkað um 235 kg. Bcndir sú Iiækkun til
þess, að ófullmjólkandi kvígur rnjólki tiltölulega nteir
miðað við eldri kýr en áður. í rauninni er réttara að
bera hækkunina fremur saman við árið 1968, en það ár
höfðu afurðir orðið liæstar áður í sögu nautgriparæktar-
félaganna, hvort sem reiknað er mjólkurmagn fullmjólk-
andi kúa og árskúa eða fitumagn er lagt til grundvallar.
Eru meðalafurðir fullmjólkandi kúa 1970 liærri en 1968,
sem ncmur 126 kg mjólkur, 0,01 hundraðshluta einingu
í fitumagni mjólkur og 551 fe. Reiknað eftir mjólkur-
rnagni árskúa neniur Ixækkunin 112 kg.
Árin 1963, 1964, 1965, 1967 og 1968 voru livert fyrir
sig metár í afurdasemi skýrslufærðra kxxa. Nú hefur þaS
enn einu sinni gerzt, að meSalafurhir, hvort sem miða'ð
er viS mjólkurmagn, mjólkurfitu eða fitueiningar, hafa
hið síðasta ár, sem gert hefur veriS upp, orðið liœrri en
nokkru sinni. áður. Að sjálfsögðu hefur kjarnfóðurgjöf
lxækkað, enda verð á því verið hagstætt og það nauðsyn-
legt til svo mikillar afxxrðasemi. Var liverri fullnxjólkandi
kú gefið að meðaltali 871 kg, sem er 200 kg meira en
1969 og 161 kg meira en 1967, en það ár liafði notkun
þess orðið mest til Jxess tíma. Ymsum kann að þykja þessi
kjarnfóðurgjöf of mikil. Hinu verður ekki á móti mælt,
að við aðstæður liér á landi, ]xar sem fjárfesting og vinna
við mjólkurframleiðslu er mikil, þarf að fá sem mestar
afurðir xir hverri kxi eða af hverjum bás, ef menn vilja
orða það svo. Þá her að minnast þess, að árin 1969 og
1970 voru óhagstæð vegna kuldatíðar og kals, og kjarn-