Búnaðarrit - 01.01.1973, Qupperneq 273
NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGIN
267
Félög, sem liafa yfir 400 kýr á skrá, eru 11 talsins: Nf.
Svarfdæla 833, Nf. öngulsstaðahrepps 784, Nf. Hruna-
manna 704, Nf. Skeiðalirepps 576, Nf. Hrafnagilslirepps
551, Nf. Saurbæjarhrepps í Eyjafirði 503, Bf. Svalbarðs-
strandar 479, Nf. Gnúpverja 471, Nf. Hraungerðislirepps
466, Nf. Arnarneshrepps 453 og Nf. Glæsibæjarlirepps
413. Hefur Nf. Saurbæjarlirepps bætzt í hópinn frá árinu
á undan. Em 7 af þessum félögum í Eyjafirði (SNE), en
hin 4 í Árnessýslu.
Meðalafurðir fulímjólkandi kúa, reiknaðar í fe, eru
yfir landsmeðaltali í öllum þessum stærslu féliigum nema
í Gnúpverjahreppi og meðalnyt reiknaðra árskúa yfir
landsmeðaltali í eyfirzku félögunum, en undir því í fé-
lögunum syðra.
Útbreiðsla félaganna eftir héruðum og samböndum
er sýnd í töflu II ásamt meðalafurðum og kjarnfóðurgjöf.
Eins og áður er Samband Nautgriparæktarfélaga Eyja-
fjarðar stærst, livort sem miðað er við fjölda félagsmanna
eða kúaeign. Hæstar afurðir eftir samböndum eru í Eyja-
firði og Suður-Þingeyjarsýslu. Meðalnyt fullmjólkandi
kúa á starfssvæði Bsb. S.-Þingeyinga er 4199 kg og 4187
hjá SNE og reiknaðra árskúa 3967 kg og 3904 kg, talið
í sömu röð. Mjólkurfita er liins vegar hærri í Eyjafirði,
og er SNE með 17250 fe afurðir eftir fullmjólkandi kýr
og svæði Bsb. S.-Þingeyinga annað í röðinni með 17006
fe. Mjólkurfita hækkaði nokkuð á Suðurlandi, þar sem
hún hefur þó alltaf verið há, og er nú miðað við sam-
bönd liæst og jafnhá í Árnessýslu og lijá SNE, 4,12%.
Fjöldi árskúa á skýrsluhahlara nam 14,0, sem er 0,5
færri en 1969. Flestar kýr á félagsmann voru í Ivjalarnes-
þingi 20,7, Eyjafirði 18,3 og Árnessýslu 17,8, en fæstar
í Dalasýslu og á Yestfjörðum 6,1, reiknað í einu lagi.
Kýr, sem mjólkuðu yfir 20.000 fitueiningar, voru mun
fleiri en nokkru sinni áður, þ. e. 1209 á móti 853 árið
áður og 924 árið þar áður, en þessi ár liefur tala þeirra
orðið hæst. Verður skrá yfir nytliæstu kýrnar í þessum