Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 274
268
BUNABARIilT
hópi birt í Frey. Alls mjólkuðu 326 kýr yfir 23000 fe, en
höfðu áður orðið flestar 229, og var það árið á undan.
Hefur tala 23000 fe kúa þrefaldazt á nokkrum árum. Af-
urðahæsta kýrin miðað við fjölda fitueininga var Stjama
53, Hlemmiskeiði II á Skeiðum undan Mána S32 og Kápu
27. Mjólkaði hún á árinu 7385 kg með 4,36% mjólkur-
fitu, sem svarar til 32199 fe. Næst í röðinni var Gíli-
trutt 74, Austurkoti í Sandvíkurhreppi, með 32188 fe, en
hún var einnig í 2. sæti árið áður með svipað afurðamagn.
Þriðja kýrin í röðinni var Hlíð 25 á Efri-Brúnavöllum á
Skeiðum með 31062 fe. Miðað við mjólkurmagn varð
hæst Menja 29, Miðhvammi í Aðaldal, er mjólkaði 7448
kg. Hún liafði lága mjólkurfitu, þ. e. 3,38%, og urðu
afurðir hennar 25174 fe.
1 töflu III eru talin þau bú, þar sem meðalnyt árskúa
var yfir 4000 kg og tala árskúa ekki lægri en 10,0. Voru
þau 177 talsins að þessu sinni, og hefur þeiin stórf jölgað.
Áður hafa þau hæst orðið 117 árið 1968, 103 árið 1967
og 92 árið 1969. í töflunni er búum nú skipt innbyrðis
í 4 flokka í stað þriggja áður eftir f jölda árskúa, en raðað
innan livers stærðarflokks eftir nytliæð eins og áður.
t fyrri skýrslum eru talin í einum flokki þau bii, sem
liöfðu 20 árskýr eða fleiri, og voru )iau 34 árið á undan.
Nú eru samsvarandi bú 56 talsins, en skijit þannig, að
sér eru talin þau, sem á eru 25 eða fleiri árskýr (alls 23)
og sér þau, sem á eru 20—25 árskýr (alls 33). Efst af
stærstu búunum er lni Haralds Jespersens í Miðhvammi
í Aðaldal, þar sem meðalnyt 26,8 árskúa er 4885 kg. Næst
í röðlnni er bú Guðmundar Þórissonar, Hléskógum í
Grýtubakkabreppi, með 4677 kg meðalnyt eftir 28,7 árs-
kýr. Stærstu búin í þessum flokki cru Möðruvellir fram
í Evjafirði með 44,9 árskýr og Sveinbjarnargerði á Sval-
barðsströnd með 39,8. Alls eru í þessum flokki 10 bú
með yfir 30 árskýr, þar af 8 í Eyjafirði (4 í öngulsstaða-
hreppi).
t næsta flokki eru bú með 20—25 árskýr, og er bið