Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 275
NAUTGRIPARÆKTARFÉLÖGIN
269
efsta þeirra bú Snorra Halldórssonar í Hvammi með
5098 k<í meðalnyt eftir 23,1 árskú. Er það jafnframt liæsta
meðalnyt á búum, þar sem árskýr eru 10 eða fleiri og 3.
liæsta Jjú landsins, þegar öll bú, smá og stór, eru talin,
sem skýrslur eru baldnar yfir á vegum félaganna. Var
þetta bú efst árið áður af þeim, sem yfir 20 árskýr voru á.
Milli 15 og 20 kýr eru á 49 búum í þessum afurðaflokki
á móti aðeins 19 árið áður. Efst þeirra er bii Jóns Krist-
inssonar, Ytra-Felli í Hrafnagilslireppi, með 5019 kg
meðalnyt eftir 17,5 árskýr. 1 flokknum með 10—15 árs-
kýr eru 72 kýr að þessu sinni, en voru 39 árið áður. Hæst
í þessum flokki er bú Kristins Sigmundssonar, Arnarlióli
í öngulsstaðahreppi, en á því voru 11,2 árskýr, semmjólk-
uðu að meðaltali 5076 kg.
Af þeim 177 búum, sem liér um ræðir, eru 82 á starfs-
svæði SNE, 32 í Árnessýslu, 25 á starfssvæði Bsb. S.-Þing-
eyinga, 13 á svæði Nsb. Rang.- og Skaftafellssýslu, 7 í
Skagafirði, 6 í Borgarfirði og 12 annars staðar. Ekki eru
talin hér smærri bú, en í sama afurðaflokki eru 58 með
milli 5 og 10 árskýr og 47 með færri en 5. Þá eru ekki
talin hér þau bú, sem eru í þeim liópi, sem senda skýrsl-
ur án þess að vera í nautgriparæktarfélagi. Verður þó
eitt þeirra nefnt, sem fram úr skarar. En það er félags-
búið á Ásgeirsbrekku í Viðvíkursveit, sem liefur 5997 kg
meðalnyt eftir 10,5 árskýr.
Fóðurstyrkur var veittur á 78 naut á árinu. Skiptast
þau þannig eftir viðurkenningu, að 20 liöfðu blotið I.
verðlaun, en af liinum voru 30 eldri en fjögurra vetra og
28 yngri. Af nautunum voru 69 í eign nautastöðva, þeirra
á meðal öll I. verðlauna nautin. Hin voru í eign naut-
griparæktarfélaga á Vestfjörðum og S.-Þingeyjarsýslu.