Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 280
274
BÚNAÐARRIT
frá næstu sýningum áður, en þó liefur svörtum og svart-
skjöldóttum kúm fjölgað nokkuð eða um 3,5%.
Af nautum, er hlutu viðurkenningu, voru 11 rauð og
rauðskjöldótt eða 37,9%, 6 svört og svartskjöldótt eða
20,7%, 4 kolótt og kolskjöldótt og jafnmörg bröndótt og
brandskjöldótt eða 13,8% af livorum flokknum, 3 grá
og gráskjöldótt eða 10,3% og 1 hvítt með nokkrum
6vörtum doppum eða 3,5%. Af þessum nautum voru 20
einlit eða 69,0% og 9 að einhverju leyti skjöldótt.
Flestar sýndra kúa voru kollóttar eða 82,8%, 12,2%
hníflóttar og aðeins 5,0% liyrndar, og fer liyrndum kúm
stöðugt fækkandi. Af viðurkenndum nautum voru 24
kollótt og 5 liníflótt.
Fyrir byggingu hlutu I. verðlauna kýrnar 80,9 stig að
meðaltali, og er það mjög góður útlitsdómur, en meðal-
frávik útlitsdóms I. verðlauna kúnna var 2,306 stig. Hæstu
einkunn fyrir byggingu hlaut Hjálma 1, Tungu neöri í
Skutulsfirði, 91,0 stig, og er það hæsti útlitsdómur, sem
veittur hefur verið á nautgripasýningum á landinu.
Meðalbrjóstummál sýndra kúa var 171,0 cm og hafði
aukizt um 0,4 cm miðað við næstu sýningu áður. Mest
brjóstummál liafði Búkolla 27, Krossi, Lundarreykja-
dalshreppi, 195,0 cm.
Nautastofninn
Af 29 nautum, sem hlutu viðurkenningu, var 21 í eign
Nautastöðvar Búnaðarfélags Islands, 6 í eign nautgripa-
ræktarfélaga og 2 í einkaeign. 1 töflu III eru skráð þau
naut, sem hlutu viðurkenningu, og er þeim þar lýst og
þau ættfærð.
Tafla III. Skrá yfir naut, sem hlutu viðurkenningu
á nautgripasýningum á Vesturlandi 1970.
V87. Glói. Eig.: Nautastöð Bf. ísl. Sjá Búnaðarrit 1969, bls. 268
na. 385. I. verSlaun.