Búnaðarrit - 01.01.1973, Side 285
NAUTGRIPASÝNINGAR
279
lands (áðnr í eign Búfjárræktarstöðvar Vesturlands), sjá
Búnaðarrit 1969 bls. 386—388. Fjölnir hlaut I. verðlauna
viðurkenningu 1968 að lokinni sýningu á 16 dætrum hans
í Borgarfirði, en í dómsorðum segir, að veigamiklir kostir
í hyggingu og afuröasemi dætra hans hafi ráðið því, að
liann hlaut I. verölauna viðurkenningu, og risu dætur
lians undir þeim dómsorðum á sýningunum nú.
3. Sokki N146 í eign Nautastöðvar Búnaðarfélags Islands
(áður í eign S.N.E.). Sokki hlaut I. verðlaun að lokinni
afkvæmarannsókn á Lundi 1964, og vísast til umsagnar
um dætur hans í Búnaðarriti 1965, bls. 96. Þrír synir
Sokka voru sýndir og hlutu II. verðlauna viðurkenningu,
Sokki VI15, Heimir N201 og Dropi N212.
4. Munkur N149 í eign Nautastöðvar Búnaðarfélags ís-
lands (áður í eign S.N.E.). Hann lilaut I. verðlaun að
lokinni afkvæmarannsókn á dætnmi lians 1965, og er
umsögn í Búnaðarriti 1967, bls. 569, um dætur hans. Einn
sonur lians, Græðir N194, lilaut aftur II. verðlaun.
5. Þjálfi N185 í eign Nautastöðvar Búnaðarfélags Islands
(áður í eign S.N.E.). Að lokinni afkvæmasýningu á dætr-
um hans sumarið 1969 hlaut Þjálfi I. verðlaun, en Þjálfi
er sonur Þela N86 og Gránu 52 á Búfjárræktarstöðinni
á Lundi, og eru báðir foreldrar lians kunnir afurðagripir.
Dætur Þjálfa voru flestar svartar, kolóttar eða sægráar
og nær allar alkollóttar. Þær voru þroskamiklar með
sterkan hrygg og allgott bolrými. Malir eru sterklegar,
þótt þær liafi verið nokkuð þaklaga á flestum og fótstaða
bein og sterk. Júgur- og spenalag yfirleitt gott, þótt spena-
setning mætti vera hetri. Hlutu þær 76,2 stig fyrir bygg-
ingu. Mjaltamælingar voru gerðar á dætrum Þjálfa 59
dögum frá burði, er þær voru í 6,03 kg málnyt að meðal-
tali. Seldu þær 56,0% af málnytinni á fyrstu 2 mínút-
unum, og var mjaltatíminn 3,86 mínútur. Leiðrétt fyrir
6,00 kg málnyt var mjaltatíminn 3,85 mínútur, og sam-
kvæmt þeirri niðurstöðu verður að gefa Þjálfadætrum
ágæta einkunn fyrir mjöltun.