Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 311
NAUTCRIPASÝNINCAU
305
Malabyggingin er aftur á móti mjög slök, en þær lilutu
79,2 stig fyrir byggingu aö' meðaltali. Þær liöfðu að meðal-
tali verið 2,7 ár á skýrslu, og á því tímabili voru meðal-
ársafurðir þeirra 3222 kg með 4.04% feiti eða 13017 fitu-
einingar. 1 Miðdölum eru kvígur fremur smáar og þroska-
iitlar, þegar þær bera að 1. kálfi. Þarf að vanda betur til
uppeldis á kvígukálfum, og fóðrun fyrir og eftir burð
að 1. kálfi þarf að vera betri. Hið sama gildir um aðrar
sveitir í Dalasýslu. Yíða er aðbúnaður ungkálfa í fjósum
ekki góður, og á það vafalaust sinn þátt í að draga lir
þroska kálfa í uppvexti.
Að ósk liéraðsráðunautar voru skoðaðar kýr á bæjum
í tveimur öðrum sveitum Dalasýslu, þótt þar væru ekki
starfandi nautgriparæklarfélög.
1 Laxárdal voru skoðaðar kýr á 5 bæjuin. Kúastofninn
ber ekki mikinn svip ræktunar. Þröngar malir og júgur-
gallar eru nokkuð áberandi. Ungar kýr undan nautum
ættuðum frá Hvanneyri voru skoðaðar, en þær eru þroska-
miklar með gott bolrými. Mesta atliygli vakti Kolfinna
6 í Sólheimum, vel byggð kýr með gott júgur. Full ástæða
er fyrir Laxdæli að leggja álierzlu á eflingu nautgripa-
ræktarinnar, því að sveitin er snjólétt og vegalengd mjólk-
urflutuinga ekki mikil.
1 Saurbœjarlireppi voru einnig skoðaðar kýr á 5 bæj-
um. Kúastofninn er mjög ósamstæður, og eru júgurgallar
mjög áberandi: grófir spenar og klofin júgur. Sumar kýr
voru með mjög nástæða spena, svo að það nálgaðist fláttu.
Einnig vísuðu spenar fram á við. 1 Saurbæjarlireppi verð-
ur skýrslubald að eflast, og bændur leggja mikla áherzlu
á að nota sæðingar til hins ýtrasta. Um tíma var notað
naut ættað frá Kolbeinsá í Strandasýslu, sonur Barkar
frá Ási í Melasveit og Trissu 1 á Kolbeinsá. Dætur þess
voru mjög boldjúpar, en þröngar á malir, langspena og
með klofin júgur.
Nokkrar dætur Jökuls V90 voru skoðaðar: kýr með
vel gerð júgur, góðar í mjöltun, en með gallaðar malir.
20