Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 315
NAUTGRIPASÝNINGAR
309
1 Nf. Mosvallahrepps var að' venju vel vandað til sýn-
ingar, og lilutu 6 kýr I. verölaun af 22 sýndum. Um naut,
er voru í eigu félagsins, og dætur þeirra liefur áður verið
ritað (sjá Búnaðarrit 1968, bls. 254), en nú voru sýndar
4 dætur Skutuls V91. Hefði verið æskilegra að sýna fleiri
dætur Skutuls, en tala félagsmanna er ekki liá og kiia-
eign ekki mikil. Ein dóttir lians lilaut I. verðlaun, en
malabygging þeirra er slök. Síðar á árinu keypti Nauta-
stöð Búnaðarfélags íslands Skutid V91. llæstu einkunnir
lilutu Bauga 40, Hjarðardal innri, dóttir binnar kunnu
afurða kýr, Brynju 25, 85,5 stig, og Ljómalind 19, Guð-
mundar Inga, Kirkjubóli, 85,0 stig.
Þrjú naut voru sýnd, og lilutu öll II. verðlauna viður-
kenningu. Þau voru: Skutull V91, er liefur áður lilotið
þá viðurkenningu, Diunbur VI12, sonur Brynju 25 í
Hjaröardal innri og Skutuls V91, og Sokki V115, sonur
Sokka N146 og Kolbrúnar 18, Staðarhóli í Aðaldal.
Nf. Slcutulsfjartiar. Sýndar voru 54 kýr, og blutu 27
þeirra I. verðb, þar af 5 af 1. gráðu, 10 II. verðl., 10 III.
verölaun, og 7 hlutu engin. Flestar I. verðlauna kýrnar
sýndi Guðmundur á Seljalandsbúinu eða 9, Bjarni og
Sigurjón í Tungu 8 og Jón í Engidal 6. Flestar sýndar
dætur átti Eyfirðingur V37, 14 samtals, og blutu 8 þeirra
I. verðlaun. Dætur Eyfirðings eru kunnar afurðakýr, og
befur áður veriö ritað ýtarlega um þær í Búnaðarritið.
Sýndar voru einnig dætur Krumma V66 og Surts V74,
7 undan livorum. Dætur Krumma V66 eru vel gerðir grip-
ir og góðar mjólkurkýr, og ldutu 81,3 stig fyrir byggingu
að meðaltali. Dætur Iians liöfðu verið 4,9 ár á skýrslum
að meðaltab, og voru ársafurðir þeirra á því tímabili
4002 kg af mjólk með 4,57% feiti eða 18289 fitueiningar.
Surts V74 dætur höfðu verið 2,8 ár á skýrslum að meðal-
tali, og ársafurðir þeirra á því tímabili verið 4487 kg
mjólk með 4,22% feiti eða 18935 fitueiningar. Hlutu þær
78,4 stig fyrir byggingu að meðaltali. Samkvæmt þessum