Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 321
Héraðssýningar á sauðfé
í Rangárvallasýslu 1969
Eftir Hjalta Gestsson.
Héraðssýning á hrútum í Rangárvallasýslu var lialdin 19.
október 1969 að afloknum aukasýningum á hrútum, sem
lialdnar voru mitt á milli aðalsýninga. Sýningin var í
Hemlu, V.-Landeyjalireppi, og var þetta fyrsta liéraðs-
sýning, sem lialdin hefur verid í Rangárþingi.
Sýndur var 61 hrútur, 39 kollóttir og 22 liyrndir. Vetur-
gamlir hrútar voru 12, og reyndust þeir vera 80 kg að
þyngd, brjóstmál 102 cm, bakbreidd 23,8 cm og fót-
leggur 133 mm. Tvævetrir hrútar vom 8, og reyndust þeir
vera 93 kg að þyngd, hrjóstummál 108 cm, bakbreidd
24,8 cm og fótleggur 133 mm. Þrevetrir lirútar og eldri
voru 41. Þeir reyndust vera að meðaltali 98 kg að þyngd,
brjóstummál 110 cm, bakbreidd 25,4 cm og fótleggur
133 mm.
Dómnefnd skipuðu þeir, Sveinn Hallgrímsson, sauð-
fjárræktarráðunaulur Búnaðarfélags Islands og liéraðs-
ráðunautarnir Einar Þorsteinsson og Hjalti Gestsson.
Hrútarnir flokkuðust þannig, að 10 lirútar hlutu I.
heiðursverðlaun, 29 hrútar I. verðlaun A og 22 lirvitar
I. verðlaun B.
Bezti hrúturinn á sýningunni var Þótti, 4 v., Sigurjóns
í Koti á Rangárvöllum. Þótti er fæddur Jónasi Jónssyni
í Kálfholti. Hann er livítur, hyrndur og hafði þessi mál
og þunga: 105 kg, Bm: 110 cm, Sp: 25 cm, F: 130 mm.
Þótti er mjög vel ræktuð kind, en þó mjög arfblendinn.
Faðir hans er Sómi í Sumarlidabæ frá Kastalabrekku,
sem er sonarsonur Pniðs á Stóra-Ármóti, en móðir Þótta