Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 324
318
BÚNAÐARKIT
Keppt var um það, liver sveit sýndi bezta lirúta, og
varð niðurstaðan eftirfarandi: 1. A.-Eyjafjöll: allir 4
lirútar í I. lieiðursverðlaun, 2. Rangárvellir: 2 hrútar í I.
heiðursverðlaun, 6 í I. verðlaun A, 3. Ásalireppur: 1 hrút-
ur í I. lieiðursverðlaun, 4 í I. verðlaun A.
Ef litið er á, hvaða fjárbú hafa lagt fram stærstan skerf
af úrvalshrútum á þessa liéraðssýningu, þá verður fyrst
fyrir fjárbúið á Ytri-Skógum í A.-Eyjafjallahreppi. Þar
voru fæddir tveir lieiðursverðlaunalirútar, tveir hrútar
í I. verðlaunum A og einn lirútur í B-flokki. Þá má nefna
fjárræktarbúið í Seglbúðum, en þar voru fæddir 5 lirút-
ar á sýningunni, og var einn þeirra í lieiðursverðlaunum
og einn í B-flokki. Frá fjárbúi Tómasar Magnússonar í
Skarðshlíð voru 4 lirútar, þar af einn í lieiðursverðlaunum
og einn í B flokki Þá voru 4 lirútar fæddir í Kastala-
lirekku, allir í A-flokki, 4 hrútar í Gunnarsholti, einnig
allir í A-flokki og 5 í Norðurlijáleigu í Álftaveri, þrír í
A-flokki og tveir í B-flokki. Frá þessum 6 fjárbúum voru
því 27 af 61 hrút, sem sýndur var.
Auk þessara fjárbúa er ástæða til að nefna fjárbú
Jónasar Jónssonar í Kálfholti, en þaðan var bezli hrútur-
inn á sýningunni, fjárbú Guðlaugs Jónssonar í Sumarliða-
bæ, en þaðan var einn heiðursverðlauna hrútur og einn
hrútur í B-flokki, fjárbú feðganna á Teigi í Fljótslilíð,
en þaðan koni lieiðursverðlauna hrútur og B-flokks hrút-
ur og fjárbúið á Þorvaldseyri, en þaðan var einn heiðurs-
verðlauna lirútur.
Sýningin fór ágætlega fram og var fremur fjölsótt. Að
sýningu lokinni var sameiginleg kaffidrykkja, en þar hélt
búnaðarmálastjóri, dr. Halldór Pálsson, ræðu um sauð-
fjárrækt og búskap, en síðan töluðu nokkrir sýningar-
gestir. Yoru menn á einu máli um gagnsemi slíkrar sýn-
ingar, og eiga allir þakkir skilið, sem aðstoðuðu við sýn-
inguna, og ekki sízt þeir, sem sýndu hrúta á þessari fyrstu
liéraðssýningu, sem haldin liefur verið í Rangárvallasýslu.
Ritað í nóvember 1972.