Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 326
320
BUNAÐARRIT
Bjarnason, liéraðsráðunautur, setti sýninguna og Árni G.
Pétursson hélt ræðu og lýsti dómum. 1 ræðu sinni lagði
Árni sérstaka áherzlu á uppeldi og fóðrun fjárins og af-
kvæmamat. Á sýningunni mættu til dóms 52 lirútar, I.
heiðursverðlaun lilutu 9 lirútar, I. verðlaun A hlutu 23
lirútar og I. verðlaun B hlutu 20 hrútar. Heiðursverð-
launa hrútarnir voru leiddir fram í dómhring samtímis
og dómum var lýst, en tímans vegna þótti ekki fært að
gera slíkt með A- og B-flokks hrúta.
Bezti hrútur sýningarinnar, Þokki í Nesi, er lieima-
alinn, f. Þokki 33, m. Sumsa. Þokki 33 var notaður í
fjögur ár á sæðingarstöðinni að Lundi við Akureyri og
eitt ár í Laugardælum og á fleiri syni og afkomendur vítt
um land en nokkur annar lirútur, sem vitað er um til
þessa. Faðir Þokka 33 var Hnöttur 60 í Holti í Þistilfirði,
sem hlaut J. lieiðursverðlaun fyrir afkvæmi 1959, en son-
ur Hnattar og bróðir I>okka 33 var Flóki 50 á Reyðará
í Lóni, sem lilaut I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi 1965,
og er mesti hrútafaðir í Austur-Skaftafellssýslu og víðar
um Austurland. Á héraðssýningum 1969 var efsti hrútur
í Austur-Skaftafellssýslu og efsti hrútur í Múlasýslum
I. heiSursverSlaun hlutu eftirtaldir lirútar:
Nafn, aldur og stig Eigandi
1. Þoklci, 4 v.........87.5 stig Páll Gunnlaiigsson, Nesi, Haganeshreppi
2. Stubbur, 3 v........85.5 — Magnús Hartinannsson, Brekkukoti, Hofshreppi
3. Þokki, 5 v.......... 85.0 — Indriði Jóbannesson, Reykjum, Lýtingsstaðahr.
4. Kollur, 5 v.........84.5 — Sigurður Björnsson, Garði, Rípurhreppi
5. Spakur, 5 v.........84.0 — Búi Vilhjálmsson, Hvalnesi, Skefilsstaðahreppi
6. Svanur, 3 v......... 83.0 — Zóphónías Frímannsson, Syðsta-Mói, Haganeshr.
7. Þokki, 4 v.......... 81.0 — Stefán Signuindsson, Hlíðarenda, Ilofshreppi
8. Spakur, 3 v......... 80.0 — Björn Asgrínisson, Sauðárkróki
9. Spakur, 4 v......... 80.0 — Sigurjón Jónasson, Syðra-Skörðugili, Seyluhr.
I. verSlaun A hlutu, óraSaS:
Nafn og aldur Eigandi
Sómi 5 v........................ Gunnar Guðvarðars., Skefilsstöðum, Skefilsst.hr.
Nubbur, 2 v..................... Ásgrhnur Helgason og Björgvin Jónss., Sauðárk.
Spakur, 4 v..................... Stefán Stefánsson, Brennigerði, Skarðshreppi