Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 328
322
BÚNAÐARRIT
sonarsonur Flóka 50, og bróSursonur Þokka 33 var efstur
á liéraðssýningu í Norður-Þingeyjarsýslu, sá hrútur var
undan Lokk 71 á Syðra-Álandi Hnattarsyni 60 frá Holti.
Þokki í Nesi er framúrskarandi jafnvaxinn, ræktarlegur,
lioldfylltur og vel gerður hrútur, með mikla og góða ull.
Stubbur í Brekkukoti er lieimaalinn, f. Leiri 105, sem
notaður var í þrjú ár á sæðingarstöðinni að Lundi, frá
Syðra-Álandi í Þistilfirði, m. Mjöll. Stubbur er klettþung-
ur, útlögumikill, spjaldbreiður og ágætlega lioldfylltur
um bak, malir og læri, en nokkuð háfættur.
Þokki á Reykjum er heimaalinn, f. Þokki 33, sem áður
er getið, m. Nafnlaus. Hann er prýðilega fríð og jafngerð
kind, en ekki nógu hreinlitur á ull.
Kollur í Garði er ættaður frá Ríp, f. Hnykill, er stóð
annar efstur af heiðursverðlauna liriitum á héraðssýningu
1962, m. Fagrakolla. Kollur er traustbyggður og ágætlega
boldgóður hrútur, en ekki nógu ullargóður og of háfættur.
Fjórir af hinum 5 heiðursverðlauna lirútum voru synir
sæðisgjafa að Lundi, tveir þeirra synir Þokka 33. Af 52
héraðssýningarlirútum voru 24 synir sæðisgjafa að Lundi,
þar af lilutu 7 I. heiðursverðlaun, 11 I. verðlaun A og 6
I. verðlaun B. Aðrir hrútar áttu tvo syni í I. heiðurs-
verðlaunum, 12 í A- og 14 í B-flokki. Þokki 33 átti 12
syni á sýningunni, þar af 4 í lieiðursverðlaunum, 3 í A
og 5 í B-flokki. Spakur 150 átti einn son í lieiðursverð-
launum og 3 í A-flokki, Spakur 73 einn í heiðursverð-
launum og einn í A-flokki, Leiri 105 einn í heiðursverð-
launum og einn í A-flokki, Rosti 202 einn í A- og einn
í B-flokki. Fífill og Gyllir 104 áttu einn son hvor, báða
í A-flokki.
Framanskráðar heimildir gefa ljósar upplýsingar um,
livaða gildi sauðfjársæðingar geta haft fyrir fjárræktina
í landinu.
Ritað í marz 1973.