Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 335
HÉKABSSÝNINGAIÍ Á SAUÐFÉ
329
brjóstkassi, sterkt og breitt bak og vel lioldfylltar malir.
Þrátt fyrir mikla stærð kemur hinn óvenjulegi þungi mjög
á óvart. Hnykill 120 hlaut 87 stig.
Annar bezti hrútur sýningarinnar var Bjössi 255, 3 v.,
Alfreðs Halldórssonar í Kollafjarðarnesi. Bjössi 255 er
fæddur bjá Birni á Smáhömrum, sonur Bjarts 202, sem
seldur var og notaður á Sæðingarstöð Vesturlands á
Hvanneyri , og ær 183 hjá Birni á Smáhömrum.
Bjössi 255 er jafnvaxinn holdakind, rýmismikill, en full-
slakur í kjúkum. Hann hefur mikla vel hvíta ull. Bjössi
255 lilaut 85 stig.
Þriðji bezti hrútur sýningarninnar var Máni 121, 4
vetra, Bernharðs Andréssonar í Norðurfirði, f. Klaufi 103,
m. Tuma 1042. Helztu einkenni lians ásamt miklum væn-
leika eru breitt, sterkt og vel lioldfyllt bak, góð mala-
og læraliold og sterkir fætur. Ullin er heldur slök að
magni og gæðum. Máni 121 hlaut 84 stig.
Fleiri einstaklingum verður ekki lýst hér, en á sýn-
ingunni voru margir fleiri kostamiklir hrútar. Enginn
hymdur hrútur var nú á sýningunni, enda liefur hyrndu
fé fækkað mjög á því svæði, sem sýningin náði yfir. Sér-
stök verðlaun voru veitt þeim lireppi, sem bezta útkomu
fékk á sýningunni, og hlaut Árneshreppur þau.
Atliyglisvert var, en fór þó að líkum, að beztu hrút-
arnir komu úr Árneshreppi og Kirkjubólshreppi, þeim
sveitum, sem um langt árahil liafa liaft öflugasta sauð-
fjárræktarfélagsstarfsemi.
Ritað' í september 1971.
í Snœfellsness- og Hnappadalssýslu 1970
Eftir Leif Kr. Jóhannesson
Dagana 23. og 24. október 1970 var að tilhlutan Búnaðar-
sambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu haldin Itér-
aðssýning á hrútum að Hjarðarfelli vestan girðingar og