Búnaðarrit - 01.01.1973, Qupperneq 336
330
BÚNAÐARRIT
Söðulsholti austan girðingar. Var þetta níunda héraðs-
sýningin, sem Búnaðarsambandið efnir til.
Til sýningarinnar kom 41 lirútur, sem valdir voru á
hreppasýningum í hverri sveit, þ. e. 1 lirútur fyrir hverjar
1000 kindur.
Dómnefnd á sýningunni skipuðu Egill Bjarnason,
ráðunautur, Sauðárkróki, tilnefndur af Búnaðarfélagi Is-
lands, Guðmundur Pétursson, ráðunautur, Gullberastöð-
um og Leifur Ivr. Jóhannesson, ráðunautur, Stykkisliólmi.
Komið var með lirútana um hádegi fyrri daginn og
þeim raðað upp. Við hvern lirút var sett spjald, þar sem
skráð var nafn, ætt, þyngd og mál hrútsins. Dómnefnd
starfaði fyrri daginn. Sýningin var opnuð almenningi kl.
1.30 síðari daginn, og gerði það formaður Búnaðarsam-
bandsins, Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli, með
stuttri ræðu.
Leifur Kr. Jóhannesson, héraðsráðun. lýsti niðurstöðum
á sýningum í einstökum hreppum og ræddi um sauðfjár-
ræktina í héraðinu.
Egill Bjarnason, ráðun. lýsti dómum og ræddi auk þess
um ýmsa þætti sauðfjárbúskapar.
Niðurstöður dómnefndar urðu þannig: I. heiðursverð-
laun hlutu 16 lirútar, I. verðlaun A hlutu 17 hrútar og
I. verðlaun B lilutu 8 hrútar.
I. heiSursverSlaun lilutu eftirtaldir hrútar:
Nafn, aldur og stig Eigandi
1. Bjartur, 5 v.......87.5 stig Benjamín MarlcÚBSon, Yztu-Görðum
2. Bjartur, 2 v. ...... 87.0 — Jónas Jónasson, Neðri-Hól
3. Runki, 2 v..........86.5 — Steinar Guðbrandsson, Tröð
4. Svanur, 5 v........ 85.5 —- Jón Lúthersson, Ðrautarliolti
5. Sómi, 2 v.........85.0 — Högni Bæringsson, Stykkishólmi
6. Goði, 5 v.......... 84.5 — Guðmundur Sigurðsson, Ilöfða
7. Kláus, 4 v..........83.0 — IJelgi Guðjónsson, Hrútsholti
8. Frosti, 5 v.........83.0 — Guðbjartur Gunnarsson, Iljarðarfelli
9. Bjartur, 1 v........83.0 — Bæring Elísson, Stykkishólmi
10. Hrotti, 2 v........82.5 -— Ársæll Jóhannesson, Ytra-Lágafelli
11. Kubbur, 3 v......81.0 — Gísli Þórðarson, Mýrdal