Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 344
338
BÚNAÐARRIT
verðlaun A á héraðssýningunni í Sandlækjarkoti, og móð-
urföðurfaðir Dofri 104, sem áður er getið. Móðurmóðir
var Dröfn, en hún var dótturdóttir Hlussu 4, frá Laxa-
mýri, sem varð mikil ættmóðir í Kílhrauni.
Hrauni hlaut 86,5 stig fyrir hyggingu og liefur fengið
eftirfarandi lýsingu: Hann er gulur á liaus og fótum, en
er með sæmilega livíta ull. Hann er frekar fínhyrndur,
hausinn fínlegur, herðar ávalar, en ágætlega kjötfylltar,
bringan víð og útlögumikil, bakið breitt, sterkt og hold-
gróið, malir jafnar og óvenjulega holdmiklar, lærvöðvinn
þykkur og mjög djiipur. Fótstaða gleið.
Annar bezti hrúturinn á sýningunni var Goði Gísla
Einarssonar í ICjarnholtum, Biskupstungum. Goði var
fjögurra vetra, fæddur Guðmundi Árnasyni, Oddgeirs-
hólum, Hraungerðishreppi. Faðir Goða var Lítillátur 84,
en hann hlaut I. lieiðursverðlaun á liéraðssýningunni í
Sandlækjarkoti 1963 og I. heiðursverðlaun fyrir afkvæmi
1969. Móðir Goða var Nös X-58, en hún hlaut I. verðlaun
fyrir afkvæmi 1967. Mf. var Þróttur frá E.G. Hæli, sem
var einn hinna kunnu Blakkarsona, sem allir 4 urðu
happasælir kynbótagripir. Mm. var Dúða X-34, en liún
hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi 1961.
Goði er klettvænn, með.óvenju víðan brjóstkassa, breitt
bak og holdmiklar malir. Hann er með ákaflega gallalaust
vaxtarlag, enda hlaut liann 85,5 stig fyrir hyggingu og
ullargæði. Goði er albróðir Odda 65—850 frá Steinsliolti,
sem notaður var á sauðfjársæöingarstöðinni í Laugardæl-
um 1971, en liann var annar bezti hrúturinn á héraðssýn-
ingunni í Berghyl. Þessir bræður mæla því hvor med
öðrum.
Þriðji hezti hrúturinn var Norðri Haraldar Sveinssonar
á Hrafnkelsstöðum, Hrunamannahreppi. Hann var 5
vetra, fæddur Jóni B. Sigurðssyni, Reykjahlíð í Mývatns-
sveit, sonur Þokka 58—803 frá Holti í Þistilfirði. Hér
verður ekki rakin ætt Norðra, en á það bent, að á héraðs-
sýningunni voru 9 synir Þokka 58—803 og einn sonarsonur