Búnaðarrit - 01.01.1973, Blaðsíða 345
IIÉRAÐSSÝNINGAR Á SAUÐFÉ 339
og hlaut helmingur þeirra I. lieiSursverðlaun, 3 lilutu I.
verðlaun A og 2 I. verðlaun B. Þessi frammistaða Þokka-
sona staðfestir hvílíkur kynbótahrútur Þokki 33 var.
Norðri er klettvænn og virkjamikill með frábæra fram-
byggingu, bak- og malaliold. Hann var farinn að bila í
fótum og naut sín því ekki sem skyldi á sýningunni, en
hann hlaut 85 stig fyrir vaxtarlag og ullargæði.
Hér er ekki rúm til að lýsa fleiri hrútum eða rekja
ættir þeirra, en mér þykir ástæða til að benda á nú, þegar
getið er 4. liéraðssýningarinnar, sem haldin hefur verið
í Árnessýslu, hvernig flokka má heiðursverðlauna hrút-
ana eftir faðerni þeirra. Sporður, sem stóð nr. 2 á héraðs-
sýningunni í Sandlækjarkoti, er faðir eða afi hrútanna
nr. 1, 6 og 17.
Lítillátur, sem stóð nr. 6 á héraðssýningunni í Sand-
lækjarkoti, er faðir eða afi hrútanna nr. 2, 4, 5, 7 og 13.
Öðlingur, sem stóð nr. 1 á liéraðssýningunni á Berghyl,
var faðir hrúts nr. 8.
Laxi, sem stóð nr. 1 á héraðssýningunni í Sandlækjar-
koti, var afi og föðurbróðir brútanna nr. 10 og 11.
Dvergur, sem stóð nr. 3 á héraðssýningunni í Sand-
lækjarkoti, var langafi lirúts nr. 9.
Þá eru sæðingarhrútarnir Þokki og Auðunn feður hrút-
anna nr. 3, 12, 14, 15, 16 og 18.
Af þessu sést, að hrútarnir, sem liafa hlotið háa viður-
kenningu á héraðssýningu, verða feður að úrvali fram-
tíðarinnar, nema eitthvað nýtt komi til eins og sæðingar
með kostamiklum aðkeyptum lirútum.
Rétt er að veita því athygli, að fjárbúið í Kíllirauni
lagði til hrútinn, sem stóð efstur á sýningunni, og einnig
þann, sem var nr. 7 í heiðursverðlaunum. Hér kemur því
nýr, en ekki óvæntur ræktunaraðili í öndvegið. Eins og
ættartala hrútanna ber með sér, er þar stuðzt við rækt-
unarárangur beztu fjárbúa í liéraðinu, og því prjónað
við gott og mikið starf annarra fjárræktarmanna. Odd-
geirshólabúið liefur ekki hætt við að framleiða kosta-