Búnaðarrit - 01.01.1973, Síða 347
HÉRAÐSSÝNINGAU Á SAUÐFÉ
341
ólieimilir flutningar fjár á milli hólfanna. Sýndu hrepp-
arnir 5 austan Mýrdalssands í fjárhúsinu á Herjólfsstöð-
um í Álftaveri, og liófst sýningin þar kl. 13. Síðan sýndu
hrepparnir vestan Mýrdalssands í fjárliúsi í Suður-Vík
í Hvammshreppi, og liófst sú sýning kl. 15. Óku sýningar-
gestirnir milli staðanna. Héraðssýningin var haldin á veg-
um Búnaðarsamhands Suðurlands.
Héraðssýningin var haldin að afloknum aðalsýningum
á hrútum. Ilver lireppur átti rétt á að sýna 1 hrút fyrir
1000 kindur á fóðrum. Alls var valinn 41 hrútur á sýn-
inguna. Allir hreppar sýndu og allir hrútar, sem valdir
\oru, komu á sýninguna.
Dómsstörf á sýningunni önnuðust Sveinn Hallgrímsson,
sauðfjárræktarráðunautur Búnaðarfélags Islands, Iljalti
Gestsson, ráðunautur á Selfossi og Einar E. Gíslason, til-
raunastjóri á Hesti í Borgarfirði. Dómsstörfin voru unnin
að kvöldi 18. og fyrir liádegi 19. október.
Af lirútunum voru 33 kollóttir, en 8 hyrndir. Vetur-
gamlir hrútar voru 10 og reyndust þeir 84,6 kg að þyngd
að meðaltali, og liöfðu 105,4 cm brjóstmál, 24,6 cm breitt
hak og 131,4 mm fótlegg. Tveggja vetra lirútar voru 5
og höfðu þeir fyrrgreind mál þessi 93,0 kg — 107,2 cm —
24,8 cm og 132,2 mm. Þrevetrir hrútar og eldri voru 26,
sem höfðu að meðaltali áðurnefnd mál 95,5 kg — 109,2
cm — 25,4 cm og 132,5 mm.
Eins og áður segir hófst sýningin á Herjólfsstöðum kl.
13, og var dómum lýst þar og dvalizt þar á aðra klukku-
stund og síðan ekið til Suður-Víkur og dómum lýst þar
kl. 15.00. Hrútarnir flokkuðust þannig, að 9 lilutu I. lieið-
ursverðlaun, 19 hlutu I. verðlaun A og 13 hlutu I. verð-
laun B. Hér fylgir með skrá yfir alla lirútana á sýningunni,
ásamt upplýsingum um eigendur þeirra. Heiðursverð-
launa hrútum er raðað eins og taflan ber með sér, en í
töflunum yfir hrútana, sem lilutu I. verðlaun A og I. verð-
laun B, er hrútunum raðað eftir aldri.
Bezti hrúturinn á sýningunni dæmdist vera ICubbur