Búnaðarrit - 01.01.1973, Page 350
344
BÚNAÐARRIT
veturinn 1967—-’68. Grámann var sterk, holdgóð og öflug
hetjukind. Móðir Þróttar var nr. 168, en faðir hennar var
Teygur í Sólheimahjáleigu, fæddur Ólafi Jónssyni á
Teygingalæk. Faðir Teygs var Núpur Guðjóns Ólafsson-
ar á Blómsturvöllum í Hörglandshreppi, en hann var
Jiekklur kynbótahrútur í Ilörglandshreppi. Þróttur er
með víðan hrjóstkassa og breitt holdgott bak.
Fjórði bczti hrúturinn á sýningunni var Svanur Ingi-
mundar Sveinssonar, Melhól í Leiðvallarhreppi. Svanur
er 4 v., kollóttur, heimaalinn. Faðir hans var Óðinn á Mel-
hól, fæddur Júlíusi Jónssyni í Norðurhjáleigu, en Óðinn
hlaut I. verðlaun A á síðustu héraðssýningu. Faðir Óðins
var Eitill 77 í Norðurhjáleigu, en Eitill var fæddur Jóni
Helgasyni í Seglbúðum. Móðir Óðins var Röðla 245, en
faðir hennar var Kollur Jóns Gíslasonar í Norðurhjáleigu,
en Kollur kom mjög við sögu á síðustu liéraðssýningu og
var mjög mikið af lirútum á henni ættaðir frá honum.
Svanur er jafnvaxinn, holdgóð kind ineð ágæta ull.
Eins og fyrr segir, hófst sýningin á Herjólfsstöðum
í Álftaveri kl. 13.00. Einar Þorsteinsson bauð sýningar-
gesti velkomna í nafni Búnaðarsambands Suðurlands.
Þá lýsti Sveinn Hallgrímsson, formaður dómnefndar,
dónium. Þegar sýningin á Herjólfsstöðum hafði ver-
ið skoðuð, var ekið að Suður-Vík, ]>ar sem lirútar úr
Mýrdal voru sýndir. Þegar báðar sýningarnar liöfðu verið
skoðaðar, var sameiginleg kaffidrykkja í félagshcimilinu
Leikskálum í Vík. Þar fluttu ávörp Stefán Jasonarson í
Vorsabæ, formaður Búnaðarsambands Suðurlands og
Hjalti Gestsson, ráðunautur. Þá flutti Halldór Pálsson,
búnaðarmálastjóri, ítarlega ræðu um sauðfjárræktina,
ástand og horfur og minntist ennfremur ýmissa atvika
frá þeim tíma, er hann var sauðfjárræktarráðunautur
og kom á hrútasýningar í héraðinu. Þessi samkoma var
mjög skemmtileg og fróðleg. Héraðssýningin var sæmilega
sótt af héraðsbúum.
Ritnð í janúar 1973.