Búnaðarrit - 01.01.1983, Side 63
SKÝRSLUR STARFSMANNA
57
nefndarinnar er Erlendur Jóhannsson. Auk hans sitja fundi
Diðrik Jóhannsson, Jón Viðar Jónmundsson og Jón Gísla-
son, allir starfsmenn félagsins. Á fyrsta fundinum, 15.
febrúar, var lagður dómur á naut fyrir afkvæmi, nautsfeður
voru valdir og ákveðið, hvaða naut önnur skyldi nota til
jafnlengdar 1983. Á vorfundinum, 17. maí, og haustfundin-
um, 17.—18. nóv., var farið að Þorleifskoti og naut valin á
Nautastöðina. Á síðasta fundinum var auk venjulegra mála
rætt um hugsanlegar breytingar á skýrsluhaldi og skýrslu-
formi í ljósi þeirrar reynslu, sem fengizt hefur af vélskýrslu-
haldi í áratug, og nýrra viðhorfa.
Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins (R.M.) í Búnaðar-
riti 1981, bls. 23—24, skýrir búnaðarmálastjóri frá undir-
búningi að stofnun þjónustumiðstöðvar til að mæla efna-
innihald mjólkur. Undirbúningsstjórn var kosin til að gera
tillögur að samþykktum og starfsreglum stöðvarinnar, og
var Ingi Tryggvason formaður hennar. Stofnfundur var
haldinn 22. jan. 1982 í Bændahöllinni, og lá þá fyrir tillaga
að Samþykktum og starfsreglum fyrir Rannsóknarstofu
mjólkuriðnaðarins, sem var samþykkt með nokkrum
breytingum. Á sama fundi var samþykkt að beina því til
stjórnar rannsóknarstofunnar að leita eftir því við Mjólkur-
samsöluna í Reykjavík, að júgurbólgurannsóknir yrðu
fluttar til hinnar nýju rannsóknarstofu. Stjórn R.M. er
skipuð 5 mönnum. Eru tveir þeirra kjörnir af mjólkursam-
lögum á 1. sölusvæði, tveir af mjólkursamlögum á öðrum
sölusvæðum og sá fimmti af Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins, og er hann formaður. Stjórnarkjöri var lokið um
miðjan febrúar, og kom stjórnin saman til 1. fundar 19.
sama mánaðar. Hana skipa þessir menn: Magnús H.
Sigurðsson, bóndi, Birtingaholti, Pétur Sigurðsson, mjólk-
urverkfræðingur, Sigurður Sigurðsson, bóndi, Brúnastöð-
um, Þórarinn E. Sveinsson, nú mjólkurbússtjóri, og undir-
ritaður, sem er formaður. Samningar voru fljótlega gerðir
við Mjólkursamsöluna í Reykjavík um húsnæði fyrir stof-