Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 90
84
BÚNAÐARRIT
einkunnir til 1. verðlauna, en var felldur frá þeim vegna
ónógrar stærðar (1 cm). Þetta dæmi styrkir ræktunina, sem
annars þróast hægt hjá félagsmönnum.
Fjalla-Blesi. Þar er alltaf tamið og nokkrir, þó of fáir
félagar, sinna þessu vel. Stóðhestur þeirra (að hálfu),
Sveipur 874 frá Rauðsbakka, hlaut 1. verðlaun á landsmóti
fyrir afkvæmi, og meðan slíkt gerist er framþróun í ræktun.
Reynsla kemur óðara í ljós með gildi Sveips fyrir félagið,
hann er arfblendinn, en hefur þó sterk einkenni, sem vel
má hlúa að og rækta fram í stofnhrossum framtíðarinnar,
„undir Fjöllunum“.
Kleifahross er nýr félagsskapur, sem er að byggja upp
aðstöðu, og vonandi hefur hann reglubundna starfsemi
næsta ár. Þó er búið að taka til milli 10 og 20 kynbótahryss-
ur, og voru þær í sumar með folöldum undan Hnokka 916
frá Steðja, sem er af sama uppruna, en ég hefi ekki trú á
honum til framfara, vegna smæðar, og síst af öllu í
skyldleikarækt. í vetur verða tamdir; grár foli á 6. vetri og
annar rauðskjóttur á 4. vetri, báðir úr Kleifarræktun. Ég
heimsótti búið á Heinabergi 16. nóvember og bíð fullur
eftirvæntingar eftir framhaldinu, því hrossin eru um margt
falleg og nógir hæfileikar búa í þeim, ef tekst að leiða
ræktunina réttan veg.
Hinn 1. janúar stofnuðu nokkrir valinkunnir hestamenn,
undir forystu Sigurborgar Jónsdóttur, með sér stofnræktar-
félagið ,,Skeifuvinafélagið“ með heimilisfestu á Báreks-
stöðum, Borgarfirði. Á að rækta útaf gæðingnum Skeifa
2799 frá Kirkjubæ, sem nú er fallinn. Félagið sýndi hóp
gæðinga á landsmóti við góðan orðstír. Óskum við félaginu
góðs gengis, en það starfar sjálfstætt.
Afkvæmaprófun var gerð (febr.-mars) á stóðhestinum
Hlyni 910 á Báreksstöðum og fór úttekt fram 2. apríl og var
jákvæð.