Búnaðarrit - 01.01.1983, Page 469
VÖXTUR, ÞROSKI OG KJÖTGÆÐI SAUÐFJÁR 463
meðaltalið fyrir herðablaðið, mjaðmargrindina og öll bein í
bolnum. Mestur er vöxtur rifjanna, sem þyngdust um
1,21% fyrir hvert 1% heildarinnar og 14-földuðu þunga
sinn á 74 vikum.
Þótt hér sé talað um beinaþunga, en ekki lengd eða
lögun, þá lýsa þessar tölur þeim breytingum á sköpulagi
skepnunnar, sem fylgja eðlilegum vexti og eru hverjum
manni augljósar. 4. mynd ítrekar þessi sanningi, en hún sýnir
stærðarhlutföll fótleggjar og rifbeins í nýfæddu lambi og
fullvaxinni kind. Hausbeinin eru sérstæð að því leyti, að
vöxtur þeirra var hægur framan af, en varð síðar meiri en
annarra beina. Þarna er um að ræða nokkurt ósamsæri við
hliðstæðar erlendar niðurstöður, en skýringin liggur í
hornavexti, að því er hauskúpuna varðar.
Áður er fram komið, að hálapparnir höfðu að jafnaði
24% þyngri skrokkbein en láglapparnir. Hins vegar kom í
ljós, að þyngdarhlutföll einstakra beina voru nánast þau
sömu í þessum ólíku vaxtarlagsgerðum, og lengdarhlutföll
voru einnig áþekk. Þó var lengdarmunur mestur á framfót-
legg, 15%, en 11—13% á öðrum limabeinum og 7. rifbeini.
Hins vegar voru öll bein hlutfallslega þykkvaxnari í láglöpp-
unum, sem sést á því, að ummál leggjarbeina var 5% meira
í hálöppunum, samanborið við 11—15% lengdarmun.
Sú skoðun hefur verið útbreidd meðal búfjárkynbóta-
manna, að innbyrðis hlutföll beina og vöðva séu svo
fastmótuð af árþúsunda náttúruúrvali, að þeim verði vart
haggað með kynbótastarfsemi mannsins. Samhliða þessari
rannsókn, sem hér er lýst, vann höfundur að hliðstæðri
rannsókn á skosku svarthöfðafé, þar sem einhliða úrval
fyrir fótleggjarlengd að jöfnum þunga hafði verið stundað
um 25 ára skeið í tilraunaskyni. Þannig var búið að mynda
þrjá ólíka stofna, háfættan, lágfættan og óvalinn, en í þeim
síðast nefnda átti sér ekkert úrval stað. Við krufningu
lamba af þessum stofnum kom í ljós, að þrátt fyrir 29 mm